Grunnskólinn á Hellu
Grunnskólinn á Hellu
Grunnskólinn á Hellu

Kennari óskast við Grunnskólann á Hellu

Grunnskólinn Hellu auglýsir eftir kennara til starfa. Æskilegt væri að viðkomandi gæti hafið störf sem fyrst. Möguleiki er á framlengingu ráðningar.

Hæfnikröfur:

  • Kennararéttindi eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Kennslureynsla æskileg
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð


Grunnskólinn Hellu byggir á uppeldisstefnunni „Jákvæður agi“. Sú stefna gengur út á að móta umhverfi í skólum sem einkennist af umhyggju og byggist á gagnkvæmri virðingu, reisn, vinsemd og festu.
Grunnskólinn Hellu er Grænfánaskóli.
Í Grunnskólanum Hellu eru 185 nemendur í 1.-10. bekk.
Frekari upplýsingar um skólann má finna á heimasíðu hans http://grhella.is


Vinsamlegast hafið samband við undirritaðan til að fá frekari upplýsingar:
Kristinn Ingi Guðnason skólastjóri á netfang [email protected] eða í síma

488 7022/848 1467
Umsóknarfrestur er til og með 25. janúar nk.


Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Starfið hentar öllum kynjum.

Auglýsing birt20. janúar 2026
Umsóknarfrestur25. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Útskálar 6-8, 850 Hella
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar