Kóraskóli
Kóraskóli

Kennari á unglingastig í Kóraskóla

Við í Kóraskóla leitum að skapandi, faglegum og áhugasömum kennara til að slást í okkar hóp til þátttöku í framsæknu skólastarfi veturinn 2024 – 2025.

Starfið er kennsla í teymi þar sem áhersla er lögð á þematengt verkefnamiðað leiðsagnarnám.

Kóraskóli er nýr skóli við Vallakór í Kópavogi sem tók til starfa haustið 2023. Í skólanum eru um 270 nemendur í 8. – 10. bekk og um 30 starfsmenn. Skólinn var áður unglingastig Hörðuvallaskóla sem hefur nú verið skipt upp í tvo sjálfstæða skóla. Í skólanum er lögð áhersla á skapandi og framsækið skólastarf og eru allir nemendur skólans með spjaldtölvur. Í námi og kennslu er rík áhersla lögð á einstaklingsmiðun náms, fjölbreytta kennsluhætti, leiðsagnarnám, verkefnamiðað nám, samþætt þemanám, teymiskennslu og samkennslu.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Annast kennslu nemenda á unglingastigi í nánu samstarfi með árgangateymi
  • Vinnur að þróun skólastarfs í samstarfi við stjórnendur og samstarfsfólks
  • Vinnur samkvæmt stefnu skólans
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leyfisbréf sem kennari (leyfisbréf fylgi umsókn)
  • Góð íslenskukunnátta
  • Þekking og reynsla af teymiskennslu er æskileg
  • Þolinmæði og góð hæfni í mannlegum samskiptum
  • Framsækni í kennsluháttum
  • Sjálfstæði, drifkraftur og brennandi áhugi fyrir skólaþróun
Fríðindi í starfi
  • Allt starfsfólk Kópavogsbæjar fær frítt í sund í Kópavogi
  • Allt starfsfólk skólans fær Ipad til afnota
Auglýsing stofnuð22. apríl 2024
Umsóknarfrestur6. maí 2024
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
Staðsetning
Vallakór 12-14
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.KennariPathCreated with Sketch.KennslaPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Skipulag
Starfsgreinar
Starfsmerkingar