Kóraskóli
Kóraskóli

Húsvörður í Kóraskóla

Kóraskóli óskar eftir að ráða húsvörð í 50% starf frá 1. ágúst 2024.

Kóraskóli er nýr skóli við Vallakór í Kópavogi sem tók til starfa haustið 2023. Í skólanum eru um 270 nemendur í 8. – 10. bekk og um 30 starfsmenn. Skólinn var áður unglingastig Hörðuvallaskóla sem hefur nú verið skipt upp í tvo sjálfstæða skóla. Í skólanum er lögð áhersla á skapandi og framsækið skólastarf og eru allir nemendur skólans með spjaldtölvur. Í námi og kennslu er rík áhersla lögð á einstaklingsmiðun náms, fjölbreytta kennsluhætti, leiðsagnarnám, verkefnamiðað nám, samþætt þemanám, teymiskennslu og samkennslu.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Daglegt eftirlit með húsnæði skólans, húsgögnum, áhöldum og lóð
  • Sinnir daglegri verkstjórn yfir skólaliðum
  • Sér um innkaup á hreinlætisvörum og öðru sem snýr að viðhaldi hússins
  • Sinnir ýmsum útréttingum fyrir skólann, sér um smálegt viðhald og endurnýjun á ýmsum búnaði
  • Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Iðnmenntun er kostur
  • Reynsla og þekking sem nýtist í starfi
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Góð færni í mannlegum samskiptum og skipulagshæfileikar
  • Jákvæðni, áreiðanleiki og vönduð vinnubrögð
Fríðindi í starfi

Allt starfsfólk Kópavogsbæjar fær frítt í sund í sundlaugum Kópavogsbæjar

Auglýsing stofnuð22. apríl 2024
Umsóknarfrestur6. maí 2024
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaMeðalhæfni
Staðsetning
Vallakór 12-14
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.HandlagniPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.ÖkuréttindiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögð
Starfsgreinar
Starfsmerkingar