Réttarholtsskóli
Réttarholtsskóli
Réttarholtsskóli

Íslenskukennari og umsjónarkennari í Réttarholtsskóla

Leitum að íslenskukennara í 100% starfshlutfall skólaárið 2024-2025.

Réttarholtsskóli er í Bústaðahverfi í Reykjavík og er unglingaskóli fyrir nemendur í 8. – 10. bekk. Í skólanum eru 440 nemendur og starfsmenn rúmlega 60. Skólinn hefur á að skipa vel menntuðu og hæfu starfsfólki og er stöðugleiki í starfsmannahaldi. Einkunnarorð skólans eru virðing- virkni – vellíðan og áhersla er lögð á að bjóða nemendum upp á nám við hæfi, fjölbreytt námsval og skólaanda sem einkennist af virðingu, jákvæðni og samvinnu allra sem skólanum tilheyra. Skólinn er í grónu hverfi og gott samstarf er við foreldra og nærumhverfi.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Helstu verkefni og ábyrgð

Annast kennslu í íslensku í samráði við skólastjórnendur, aðra kennara og foreldra.

Vinna að þróun skólastarfs með stjórnendum og samstarfsfólki.

Stuðla að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk.

Vinna samkvæmt stefnu skólans.

Menntunar- og hæfniskröfur

Kennaramenntun og leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari.

Menntun og hæfni til almennrar kennslu á unglingastigi.

Reynsla og áhugi á að starfa með unglingum.

Lipurð í samskiptum og sveigjanleiki í starfi.

Faglegur metnaður.

Áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi.

Góð íslenskukunnátta.

Auglýsing stofnuð24. apríl 2024
Umsóknarfrestur1. maí 2024
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Réttarholtsvegur21-25 21R, 108 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Kennsla
Starfsgreinar
Starfsmerkingar