Háskólinn í Reykjavík
Hlutverk Háskólans í Reykjavík er að skapa og miðla þekkingu til að auka samkeppnishæfni og lífsgæði fyrir einstaklinga og samfélag með siðgæði, sjálfbærni og ábyrgð að leiðarljósi.
Stefna Háskólans í Reykjavík er að vera öflugur kennslu- og rannsóknaháskóli með áherslu á tækni og samfélag.
Kjarnastarfsemi Háskólans í Reykjavík er kennsla og rannsóknir í sterkum tengslum við atvinnulíf og samfélag, þar sem áhersla er lögð á þverfagleika, alþjóðleg viðmið, nýsköpun og faglega þjónustu. Starfsemin mótast af persónulegum tengslum og virðingu fyrir samfélagi og umhverfi.
Innheimtufulltrúi á fjármálasviði
Háskólinn í Reykjavík óskar eftir að ráða innheimtufulltrúa á fjármálasvið í 100% starf. Við leitum að öflugum og umbótasinnuðum einstaklingi sem sýnir metnað og frumkvæði í starfi.
Innheimtufulltrúi ber ábyrgð á allri innheimtu og umsýslu viðskiptamannabókhalds HR og tengdra félaga. Æskilegt er að viðkomandi geti einnig verið vara gjaldkeri. Í boði er spennandi og fjölbreytt starf í metnaðarfullu og lifandi háskólaumhverfi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Útgáfa reikninga
- Innheimta skólagjalda
- Innheimta annarra námskeiðsgjalda
- Innheimta tengdra félaga
- Samskipti við innri og ytri viðskiptavini
- Eftirfylgni innheimtu og samskipti við viðskiptamenn
- Afstemmingar og utanumhald viðskiptamannabókhalds
- Ýmis verkefni og afleysing annarra starfa á fjármálasviði
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun sem nýtist í starfi
- Þekking og reynsla af bókhaldi nauðsynleg
- Reynsla af sambærilegu starfi kostur
- Skipulagshæfni
- Rík þjónustulund
- Jákvæðni og færni í mannlegum samskiptum
- Fagmennska, sjálfstæði og frumkvæði í starfi
- Nákvæm og öguð vinnubrögð
- Góð almenn tölvutækni þ.m.t. Excel
- Góð íslensku- og enskukunnátta
Auglýsing birt29. október 2024
Umsóknarfrestur10. nóvember 2024
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Menntavegur 1, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)