Háskólinn í Reykjavík
Hlutverk Háskólans í Reykjavík er að skapa og miðla þekkingu til að auka samkeppnishæfni og lífsgæði fyrir einstaklinga og samfélag með siðgæði, sjálfbærni og ábyrgð að leiðarljósi.
Stefna Háskólans í Reykjavík er að vera öflugur kennslu- og rannsóknaháskóli með áherslu á tækni og samfélag.
Kjarnastarfsemi Háskólans í Reykjavík er kennsla og rannsóknir í sterkum tengslum við atvinnulíf og samfélag, þar sem áhersla er lögð á þverfagleika, alþjóðleg viðmið, nýsköpun og faglega þjónustu. Starfsemin mótast af persónulegum tengslum og virðingu fyrir samfélagi og umhverfi.
Sérfræðingur í rannsóknarþjónustu HR
Háskólinn í Reykjavík (HR) óskar eftir að ráða öflugan og skipulagðan sérfræðing til starfa í teymi rannsóknarþjónustu HR. Í þessu lykilhlutverki mun starfsmaður styðja við kennara og nemendur við öflun rannsóknarstyrkja og fjármögnun, auk þess að hafa umsjón með gagnaöflun, skýrslugerð og framlagi til ytra mats á rannsóknastarfi háskólans.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Aðstoða starfsmenn og nemendur við öflun rannsóknarstyrkja og fjármögnun rannsókna. Í því felst meðal annars að vakta styrkmöguleika innanlands og erlendis, aðstoða við gerð umsókna, skýrslugerð og fjárhagsuppgjör vegna styrkta rannsóknarverkefna.
- Halda utan um árangur HR í rannsóknum fyrir innra mat og ytri úttektir.
- Þátttaka í ársskýrslu háskólans fyrir gæðavottanir.
- Tengiliður HR við innlenda og erlenda rannsóknarsjóði.
- Kynna rannsóknarstarfsemi HR
- Umsjón með umsóknar- og matsferli Rannsóknar- og Innviðasjóðs HR
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af fjármögnun rannsókna, þ.m.t. undirbúningur og skil samkeppnishæfra styrkumsókna.
- Mjög góð skipulagshæfni, nákvæmni og geta til að stýra mörgum verkefnum samtímis.
- Framúrskarandi samskiptahæfni á íslensku og ensku, bæði í rituðu og töluðu máli.
- Þekking á íslensku og alþjóðlegu rannsóknarumhverfi er kostur.
- Þekking á gæðamálum er kostur.
- Háskólapróf sem nýtist í starfi og/eða reynsla af starfi tengdu rannsóknum.
- Geta til að vinna bæði sjálfstætt og í samstarfi við kennara og samstarfsaðila.
Auglýsing birt29. október 2024
Umsóknarfrestur10. nóvember 2024
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Menntavegur 1, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)
Sambærileg störf (1)