

Húsvörður hjá Grundarheimilunum
Grund leitar að starfsfólki til að sinna húsvörslu og umsjón fasteigna Grundarheimilina.
Um fjölbreytt og skemmtilegt starf er að ræða þar sem viðkomandi fær að takast á við hin ýmsu verkefni og verða hluti af frábærum hóp starfsmanna..
Helstu verkefni:
- Dagleg umhirða fasteigna
- Þjónusta við aðrar deildir
- Umhirða lóða
- Færsla búslóða og áhalda
- Snjómokstur
- Sendiferðir
- Önnur tilfallandi störf
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Góð íslenskukunnátta
- Almenn þekking á daglegri umhirðu fasteigna
- Vilji til að takast á við fjölbreytt verkefni
- Frumkvæði og metnaður
- Mikil þjónustlund og samskiptahæfileika
- Sjálfstæði í starfi og hæfni til að vinna undir álagi
- Almenn ökuréttindi
- Hreint sakavottorð
Á hjúkrunarheimilum Grundar vinnur stór og samheldinn hópur starfsmanna að því að hlúa að öldruðum og sjúkum af alúð. Vellíðan, virðing og vinátta eru höfð að leiðarljósi í samskiptum og lögð er áhersla á góðan vinnuanda, sjálfstæð vinnubrögð og heimilislegt umhverfi.
Umsóknarfrestur er til og með 9 mars 2025.
Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál og þeim svarað.
Hvetjum alla áhugasama einstaklinga óháð kyni til að sækja um.
Nánari upplýsingar um starfið veitir:
Hlynur Rúnarsson, sviðsstjóri fasteignasviðs
Við hlökkum til að heyra frá þér !
