Arion banki
Arion banki
Arion banki

Starfsmaður í öryggismálum og húsumsjón

Arion banki leitar að starfsmanni við öryggismál og húsumsjón. Viðkomandi tilheyrir teymi öryggismála og er starfið í senn fjölbreytt og lifandi og þarf starfsmaður að hafa skipulagshæfileika og ríka þjónustulund. Starfsmaður er í miklum samskiptum við allar deildir bankans og þarf að leysa hin ýmsu mál sem koma upp hverju sinni.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Dagleg umsýsla öryggismála og húsumsjónar
  • Aðgangsstýringar og  umsjón með myndavélakerfi
  • Ábyrgð á að húsnæði og lóð séu í fullnægjandi ástandi
  • Yfirsýn yfir aðgangsmál og skráningar í aðgangsstýringakerfi
  • Sinnir skipulagningu við uppstillingum vegna funda og viðburða í húsinu
  • Aðstoðar við útkeyrslur á höfuðborgarsvæðinu
  • Sinnir öryggisgæslu á viðburðum (yfirvinna) og aðstoðar við uppsetningar og frágang
  • Önnur verkefni í samráði við yfirmann
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Skipulagshæfni, sjálfstæð vinnubrögð og gagnrýnin hugsun
  • Rík þjónustulund, framúrskarandi hæfni mannlegum samskiptum og áhugi í teymisvinnu
  • Góð færni í íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti
  • Góð færni í tölvuforritum t.d Word, Excel og Outlook
  • Geta og vilji til að vinna undir álagi
  • Gild ökuréttindi
Auglýsing birt26. febrúar 2025
Umsóknarfrestur15. mars 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Borgartún 19, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar