Circolo
Circolo

HOLL OG GÓÐ FRAMLEIÐSLA Í ELDHÚSI

Við systur framleiðum náttúrulegar vörur eins og pestó, döðlumauk, súkkulaði og sætbita. Það væri frábært að hafa þig með í ört vaxandi og skemmtilegu teymi þar sem vinnan snýst um að næra landann fallega.

Hlutverk þitt er að starfa með okkur að því að koma að öllum atriðum við að framleiða og pakka vörunum okkar og sinna léttum þrifum með okkur í lok dags. Vinnutími er frá kl 8:00-16:00 með möguleika á aukavinnu.

Við bjóðum upp á snyrtilegan vinnustað í Garðabæ, gott vinnuumhverfi með hressum og dugmiklum stelpum og að vera hluti af spennandi og ört vaxandi framtíð.

Helstu verkefni og ábyrgð

·       Það væri geggjað ef þú ert með reynslu úr atvinnueldhúsi, bakari eða öðrum framleiðslustörfum.

·       Það toppar ekkert daginn okkar meira en að vita að þú ert stundvís snyrtipinni sem hefur jákvæðni að leiðarljósi.

·       Það er mikill kostur að tala íslensku því þá gætir þú tekið þátt í að kynna vöruna okkar í verslunum og sinnt tilfallandi dreifingum líka.

Um okkur

Vörurnar okkar eru meira en bara safn af hráefnum - þær endurspegla lífstíl okkar og
hugmyndafræði. Við trúum því að heiðarlegar, náttúrulegar vörur sem eru lausar við aukefni hlúi
betur að heilbrigðu lífi og geri öllum kleift að njóta góðs matar með gleði í hjarta. www.annamarta.is

Auglýsing birt27. júlí 2024
Umsóknarfrestur6. ágúst 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Lyngás 14, 210 Garðabær
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.StundvísiPathCreated with Sketch.SveigjanleikiPathCreated with Sketch.TeymisvinnaPathCreated with Sketch.Útkeyrsla
Starfsgreinar
Starfsmerkingar