

Hlutastörf í verslun
Við óskum eftir hörkuduglegum einstaklingum í hlutastörf í verslun okkar. Unnið er um helgar (laugardag frá kl: 11 -15) og á álagstímum (seinni part á virkum dögum, jól o.fl). Réttir einstaklingar þurfa að geta hafið störf sem fyrst og tala góða íslensku.
GG Sport er yfirgripsmikil útivistar-, ferða- og lífstílsverslun sem er þekkt fyrir hlýleika sinn og notalegt andrúmsloft.
Í versluninni starfar fagfólk sem vinnur í samvinnu að því að veita viðskiptavinum góða leiðsögn og þjónustu. Við óskum eftir traustum einstaklingum í hópinn sem vilja starfa eftir gildum fyrirtækisins og leggja sig fram við að ná hámarksárangri í starfi.
Gæti hentar vel með námi.
- Ráðgjöf til viðskiptavina
- Afgreiðsla í verslun
- Ýmis tilfallandi verkefni
Á einhvað af eftirfarandi við um þig?
- Mikill áhugi á útivist (skilyrði)
- Framúrskarandi þjónustulund
- Reynsla af verslunarstörfum
- Hæfni til þess að vinna sjálfstætt og með öðrum
- Drifkraftur og frumkvæði
- Stundvísi
- Þú hefur reynslu úr björgunarsveit
- Þú hefur reynslu af skíðum og/eða snjóbrettum
- Þú stundar klifur
- Þú ert hörkudugleg/ur
- Þú ert metnaðargjarn/metnaðargjörn
- Þú ert leiðsögumaður
- Þú ferð á kajak og stundar vatnasport
Nánari upplýsingar um starfið gefur Lóa á [email protected] Vinsamlegast sendið ferilskrá og kynningarbréf með umsókn í Alfreð.












