
Langanesbyggð
Langanesbyggð er öflugt og vaxandi sveitarfélag með miklar væntingar og spennandi framtíðarmöguleika. Samfélagið er lítið og samhent þar sem einstaklingar og fjölskyldur fá notið sín. Þéttbýlisstaðir eru tveir, Þórshöfn og Bakkafjörður auk dreifbýlis í Þistilfirði og á Langanesströnd. Alls er sveitarfélagið um 2500km2. Íbúar eru um 580.
Hjúkrunarheimilið Naust er í eigu Langanesbyggðar. Framkvæmdir standa yfir við umfangsmiklar endurbætur á á því og er fyrsta áfanga lokið. Endurbætur fóru fram á Grunnskólanum fyrir 10 árum og nýr leikskóli var tekinn í notkun haustið 2019. Öll almenn þjónusta er á Þórshöfn, verslun, veitingastaður og gististaður, gott íþróttahús og innisundlaug. Ungmennafélag Langnesinga stendur fyrir öflugu íþróttastarfi í sveitarfélaginu. Í næsta nágrenni eru margar af helstu náttúruperlum landsins og ótal spennandi útivistarmöguleikar, s.s. fallegar gönguleiðir og stang- og skotveiði.
Mikið og fjölbreytt félagslíf er í byggðarlaginu. Samgöngur eru góðar, m.a. flug fimm daga vikunnar til Reykjavíkur um Akureyri.
Langanesbyggð leitar að fólki á öllum aldri og, kynjum, með margs konar menntun og reynslu. Í samræmi við jafnréttisáætlun Langanesbyggðar eru öll kyn hvött til að sækja um störf hjá sveitarfélaginu.

Hjúkrunarheimilið Naust óskar að ráða framtíðarstarfsmann
Naust er hjúkrunar- og dvalarheimili með rými fyrir 14 íbúa. Við leggjum áherslu á notarlegt og heimilislegt andrúmsloft.
Helstu verkefni og ábyrgð
helstu verkefni eru við aðhlynningu og tilfallandi störf, fjölbreytt og gefandi.
Menntunar- og hæfniskröfur
Við leggjum áherslu á eftirfarandi:
- Æskilegt er að umsækjandi hafi náð 18 ára aldri
- Jákvæðni og vinnusemi
- Sjálfsstæði og stundvísi
- Góð færni í samskiptum og áhug á að starfa með eldra fólki
- Góð íslenskukunátta er skilyrði.
Auglýsing birt27. maí 2025
Umsóknarfrestur13. júní 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Langanesvegur 3B, 680 Þórshöfn
Starfstegund
Hæfni
Umönnun (barna/aldraðra/fatlaðra)
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Sjúkraliði í dagþjálfun - Maríuhús
Skjól hjúkrunarheimili

Óska eftir NPA aðstoðarfólki
NPA miðstöðin

Spennandi sumarstarf: stuðningsfulltrúi óskast á besta stað
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Félagsliði í sértækri heimaþjónustu - Fjölskyldu- og barnamálasvið
Hafnarfjarðarbær

Miðjan óskar eftir starfsfólki í dreifkjarna
Sumarstörf - Kópavogsbær

Helgarstarf á Andrastöðum í sumar
Andrastaðir

Óskum eftir starfsfólki í umönnun aldraðra
Seltjörn hjúkrunarheimili

Viltu búa á fjölskylduheimili og hafa áhrif í lífi ungmenna?
Fjölskylduheimili Digranesvegi

Sóltún - umönnun
Sóltún hjúkrunarheimili

Frábær aðstoðarkona óskast í Hafnarfjörðinn
NPA miðstöðin

Óska eftir hressum húmoristum í teymið mitt!
NPA miðstöðin

Skemmtilegt sumarstarf í búsetukjarna
Búsetukjarninn Langahlíð