Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Við rekum fimmtán heilsugæslustöðvar í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Mosfellsumdæmi, Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði, þar sem við veitum samræmda þjónustu.
Einnig sjáum við um sérþjónustustöðvarnar: Heimahjúkrun í Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi og Mosfellsumdæmi, Geðheilsumiðstöð barna, Göngudeild sóttvarna, Geðheilsuteymi HH austur, Geðheilsuteymi HH vestur, Geðheilsuteymi HH suður, Geðheilsuteymi Taugaþroskaraskanna, Geðheilsuteymi fangelsa, Geðheilsuteymi ADHD fullorðinna, Samhæfingastöð krabbameinsskimanna, Upplýsingamiðstöð, Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu auk stoðþjónustu á skrifstofu.
Heilsuvera er samstarfsverkefni okkar og Embættis landlæknis. Þar er hægt að hafa samskipti við starfsfólk heilsugæslustöðvanna og fræðast um heilsu og áhrifaþætti hennar.
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur á að skipa sérhæfðu og metnaðarfullu starfsfólki sem vinnur í hvetjandi og áhugaverðu starfsumhverfi þar sem frumkvæði og sjálfstæði þeirra fær að njóta sín.
Starfsfólk heilsugæslunnar vinnur að því að veita íbúum höfuðborgarsvæðisins aðgengilega, samfellda og alhliða heilsugæsluþjónustu. Þjónustan byggir á sérþekkingu og víðtæku þverfaglegu samstarfi.
Hjúkrunarfræðingur hjá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins leitar eftir hjúkrunarfræðingi hjá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana. Um er að ræða ótímabundið,100% starf í dagvinnu. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.
Samhæfingarstöð krabbameinsskimana fer með skipulag og utanumhald lýðgrundaðra skimana fyrir brjósta- og leghálskrabbameinum og krabbameinum í ristli og endaþarmi.
Nánari upplýsingar um Samhæfingarstöð krabbameinsskimana má finna á www.skimanir.is.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Utanumhald og eftirfylgni með boðun og mætingu í skimun
- Yfirferð á niðurstöðum skimunar og eftirfylgd
- Svörun fyrirspurna og fræðsla varðandi niðurstöður og úrræði
- Skipulag og samræming verklags
- Eftirlit með verkferlum krabbameinsskimana
Menntunar- og hæfniskröfur
- Íslenskt hjúkrunarleyfi
- Reynsla af sambærilegu starfi er kostur
- Reynsla og áhugi á teymisvinnu
- Sjálfstæði í starfi, skipulagshæfni og öguð vinnubrögð
- Mikil samskiptahæfni og sveigjanleiki
- Góð almenn tölvufærni
- Góð íslenskukunnátta skilyrði
Fríðindi í starfi
- Samgöngustyrkur
- Heilsueflingarstyrkur
Auglýsing birt9. janúar 2025
Umsóknarfrestur27. janúar 2025
Tungumálahæfni
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Miðhraun 4, 210 Garðabær
Starfstegund
Hæfni
HjúkrunarfræðingurMannleg samskiptiMetnaðurSkipulag
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (6)
Sálfræðingur barna og unglinga - Heilsugæslan Fjörður
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Sjúkraliði - Heimahjúkrun HH
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Hjúkrunarfræðingur - Heilsugæslan Sólvangi
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Deildarstjóri reikningshalds og fjárreiðna
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Iðjuþjálfi - Heimahjúkrun HH
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Hjúkrunarfræðingur - Heimahjúkrun HH
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Sambærileg störf (12)
Skurðhjúkrunarfræðingur og hjúkrunarfræðingur á göngudeild augnsjúkdóma
Landspítali
Hjúkrunarfræðingur á meðferðarsvið 2
Reykjalundur
Hjúkrunarfræðingur á meðferðarsvið 1
Reykjalundur
Hjúkrunar- og læknisfræðinemar - Sumarstarf
Eir, Skjól og Hamrar hjúkrunarheimili
Hjúkrunarfræðingur - Laugarás
Hrafnista
Hjúkrunarfræðingur - Hlévangur
Hrafnista
Hjúkrunar - og læknanemar - Sumarstörf
Hrafnista
Hjúkrunarnemar á 1.- 4. ári - Hlutastörf með námi á smitsjúkdómadeild
Landspítali
Forvarnaráðgjafi - nýtt starf
VIRK Starfendurhæfingarsjóður
Sérfræðingur í hjúkrun - Göngudeild Barnaspítala Hringsins
Landspítali
Hjúkrunarfræðingur á speglunardeild Hringbraut
Landspítali
Hjúkrunarfræðingur - Heilsugæslan Sólvangi
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins