Ás styrktarfélag
Ás styrktarfélag
Ás styrktarfélag

Hefurðu áhuga á saumaskap og góðu starfsumhverfi?

Við leitum að kraftmiklum einstaklingi á saumastofu ÁSS Styrktarfélags. Starfið felur í sér að aðstoða fatlaða starfsmenn í Vinnu og virkni við að hanna og sauma margvíslega fallega hluti. Starfið felur einnig í sér að veita öðrum fötluðum starfsmönnum aðstoð við vinnu sína auk persónulegrar aðstoðar.

Helstu verkefni og ábyrgð

Veita starfsfólki með fötlun stuðning við vinnu sína.

Að nota reynslu sína og/eða menntun til að stuðla að fjölbreytni í verkefnum. 

Ber ábyrgð á þeim verkefnum sem honum eru falin, ásamt verkefnum sem tengjast sérþekkingu í menntun ef við á. 

Vinnur eftir ríkjandi hugmyndafræði með áherslu á einstaklingsmiðaða þjónustu.

Er meðvitaður um lög um nauðung og þvingun.  

 

Menntunar- og hæfniskröfur

Háskólamenntun sem nýtist í starfi er kostur og ganga leiðbeinendur með slíka menntun fyrir í starfið.

Reynsla af sambærilegum störfum er æskileg og gerð er krafa um íslenskukunnáttu.

Starfið krefst samskiptahæfileika, sjálfstæðra vinnubragða og almennrar tölvufærni.

Starfinu getur fylgt tímabundið álag. Störf hjá Ási geta verið erfið bæði andlega og líkamlega og til að sinna þessum störfum þarf að búa yfir nauðsynlegu heilbrigði. 

Auglýsing birt12. janúar 2026
Umsóknarfrestur12. febrúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Ögurhvarf 6, 203 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.ÁreiðanleikiPathCreated with Sketch.AðlögunarhæfniPathCreated with Sketch.DrifkrafturPathCreated with Sketch.FagmennskaPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.HeiðarleikiPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.ReyklausPathCreated with Sketch.SaumarPathCreated with Sketch.StundvísiPathCreated with Sketch.TeymisvinnaPathCreated with Sketch.Þolinmæði
Vinnuumhverfi
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar