Bláa Lónið
Bláa Lónið
Bláa Lónið

Gestgjafi á The Retreat / The Retreat host

Bláa Lónið leitar að metnaðarfullum einstaklingi með ríka þjónustulund og brennandi áhuga á starfi gestgjafa til að starfa á The Retreat, sem er einstakt fimm stjörnu hótel við Bláa Lónið. Retreat Hótel er margverðlaunað 60 herbergja hótel umkringt einkalóni. Innan hótelsins er Retreat Spa heilsulindin og Moss veitingastaðurinn.


Gestgjafar gegna mikilvægu hlutverki frá komu gesta til brottfarar með því að bjóða þá velkomna, leiðbeina, ráðleggja og sjá til þess að upplifunin verði ógleymanleg á meðan á dvöl stendur.


Helstu verkefni

  • Taka á móti gestum, aðstoða við innritun og sýna svæðið.
  • Ganga úr skugga um að allar óskir gesta um bókanir séu bókaðar og staðfestar fyrir komu.
  • Undirbúa komu gesta með því að yfirfara herbergi og ganga úr skugga um að sérstökum beiðnum og óskum sé mætti og að dagskrá á meðan á dvöl stendur sé tilbúin.
  • Aðstoða gesti við nýjar bókanir, undirbúa dagskrá og vera þeim innan handar á meðan á dvöl stendur.
  • Undirbúa brottför gesta og útskráningu þegar við á.
  • Önnur tilfallandi verkefni sem tengjast þörfum og óskum gesta.


Hæfniskröfur

  • Framúrskarandi þjónustulund og jákvæðni.
  • Brennandi áhugi á ferðaþjónustu.
  • Áreiðanleiki, vandvirkni og stundvísi.
  • Snyrtimennska til fyrirmyndar.
  • Frábær samskipta- og samstarfshæfni.
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Mjög góð ensku- og íslenskukunnátta í töluðu og rituðu máli.
  • Þekking á íslenskri náttúru og staðháttum.
  • Stúdentspróf eða önnur sambærileg menntun.
  • Reynsla af þjónustustörfum.
  • Reynsla af hótelstörfum er kostur en ekki skilyrði.
  • Góð almenn tölvukunnátta.
  • Æskilegt er að umsækjandi hafi náð 23 ára aldri.

Um vaktafyrirkomulag er að ræða.


Umsóknarfrestur er til og með 12. ágúst 2025.


Frekari upplýsingar um starfið veita mannauðssérfræðingar Bláa Lónsins í síma 420-8800. Upplýsingar um vinnustaðinn og þau fríðindi sem í boði eru má finna hér.


Bláa Lónið er lifandi og skemmtilegur vinnustaður þar sem áhersla er lögð á sífellda þróun og nýsköpun. Í boði er starf á vinnustað sem býður upp á fjölbreyttar og krefjandi áskoranir. Einnig eru ýmis fríðindi í boði, eins og heilsuræktarstyrkur, þátttaka í einu öflugasta starfsmannafélagi landsins og fleira.

_______________________

The host is an integral part of the guest journey, facilitating an unforgettable stay set and a burning interest in the position of host at The Retreat, which is a prestigious and unique five-star hotel by the Blue Lagoon. The Retreat is an award-winning luxury resort encompassing a 60-suite hotel, a subterranean spa, Michelin-starred dining, and a private lagoon sourced from the same healing waters as the Blue Lagoon.


The host is an integral part of the guest journey, facilitating an unforgettable stay. This includes greeting, guiding, and advising at all touchpoints of the hotel experience.


Main responsibilities

  • Manage the welcome process for all guests, including showing guests to their suites and confirming their itinerary.
  • Ensure arrangements are confirmed in the booking system.
  • Prepare for guest arrival by ensuring suites are ready and that the itinerary is confirmed.
  • Look after guests, including accompanying them on offsite experiences.
  • Manage the departure process by confirming travel arrangements and ensuring a smooth check-out process.
  • Other tasks related to the needs and desires of the guest.

Requirements

  • Service-orientated and positive attitude.
  • Passionate about Icelandic tourism and hospitality.
  • Reliability and punctuality.
  • Immaculate grooming.
  • Exceptional communication and cooperation skills.
  • Ability to work independently.
  • Fluent in both Icelandic and English.
  • Knowledge and understanding of Icelandic nature and surroundings.
  • High school diploma or equivalent exam.
  • Experience in a customer-focused environment.
  • Outgoing, with excellent people skills.
  • Good computer skills.
  • Applicants must be at least 23 years of age.

The position is based on a shift schedule.


We are accepting applications until August 12th, 2025.


For more details about the position, please contact the Human Resources Specialists at the Blue Lagoon by phone at 420-8800. Click here to learn more about our workplace, culture, and employee benefits.


Home to a wonder of the world, Blue Lagoon Iceland cultivates a cooperative, diverse, fun, family-friendly workplace where the emphasis is on creating unforgettable guest experiences. Staff enjoy various benefits, such as a health grant, a range of events organized by the staff association, and more.

Auglýsing birt29. júlí 2025
Umsóknarfrestur12. ágúst 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Norðurljósavegur 9, 240 Grindavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.StundvísiPathCreated with Sketch.VandvirkniPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar