
Domino's Pizza
Það ræður úrslitum fyrir alla starfsemi fyrirtækisins að hafa ánægt, duglegt og vel þjálfað starfsfólk. Forsvarsmenn fyrirtækisins leggja mikla áherslu á að huga að starfsmannastefnu fyrirtækisins og leggja því áherslu á aðlaðandi starfsumhverfi og að skapa starfsmönnum aðstöðu til að eflast og þroskast í starfi. Starfsmannastefnan byggist á þremur þáttum sem eru hverjum manni mikilvægir og stuðla að auknum þroska og uppbyggingu einstaklingsins.

Gæðastjóri Domino's
Domino’s óskar eftir að ráða öflugan gæðastjóra í fullt starf. Við leitum að skipulögðum einstaklingi sem sýnir nákvæmni og frumkvæði í starfi. Mikilvægt er að viðkomandi eigi auðvelt með að vinna með öðrum en geti einnig unnið sjálfstætt.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Innleiðing, þróun og viðhald gæðakerfis og gæðahandbókar
- Tengiliður við ytri eftirlitsaðila og höfuðstöðvar Domino’s er varða gæðamál
- Innri úttektir
- Móttaka og meðhöndlun kvartana
- Ábyrgð á upplýsingum um innihald, ofnæmisvalda og næringargildi
- Ábyrgð á fræðslu starfsfólks um matvælaöryggi
- Ráðgjöf og stuðningur við stjórnendur og starfsfólk
- Önnur tengd verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun sem nýtist í starfi
- Þekking á HACCP matvælaöryggiskerfinu
- Nákvæmni, skipulagshæfni og frumkvæði
- Reynsla af störfum í matvælaiðnaði kostur
- Góð almenn tölvukunnátta
- Mjög góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti
Auglýsing birt19. febrúar 2025
Umsóknarfrestur3. mars 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Lóuhólar 2-6, 111 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar