
Kaldvík
Kaldvík, áður Ice Fish Farm, er eitt öflugasta fiskeldisfyrirtæki landsins með starfsemi í fimm sveitarfélögum. Seiðaframleiðsla félagsins samanstendur af seiðaeldisstöðvum í Ölfusi og tveimur seiðaeldisstöðvum í Norðurþingi, á Rifósi og Kópaskeri. Sjóeldi félagsins er í þremur fjörðum; Berufirði, Stöðvafirði, Fáskrúðsfirði, Reyðarfirði og umsókn í Seyðisfirði. Fyrirtækið rekur vinnslu á Djúpavogi. Stefnt er á að framleiða um 150 milljón máltíðir á ári af hágæða laxi sem er álitinn ofurfæða, enda með átt hlutfall af Omega 3. Fyrirtækið er með vottanir um sjálfbæra framleiðslu og er leiðandi í sinni grein.
Hjá Kaldvík starfa um 200 manns og hefur fyrirtækið metnað til að vaxa og skapa samkeppnishæf og sjálfbær störf á Íslandi.
Gæðasérfræðingur í landeldi
Vilt þú taka þátt í að tryggja gæði og sjálfbærni í framtíð landeldis?
Kaldvík, eitt öflugasta fiskeldisfyrirtæki landsins, leitar að metnaðarfullum og skipulögðum einstaklingi í starf gæðasérfræðings með ábyrgð á landeldisstöðum Kaldvíkur á Suðurlandi og öðrum verkefnum sem tengjast gæðastjórnun, innra eftirliti og vottunum félagsins. Starfið krefst nákvæmni, hæfni til að vinna sjálfstætt og í teymi, og góðrar þekkingar á verklagsreglum og gæðastöðlum.
Kaldvík starfar á 11 stöðum um landið og framleiðir hágæða lax sem nær yfir 150 milljón máltíðir á ári. Fyrirtækið leggur áherslu á sjálfbærni, gæði og samfélagslega ábyrgð.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsjón og þróun gæðakerfis félagsins.
- Stuðningur við ASC vottunarferli – skjalamál, undirbúningur og eftirfylgni.
- Þjálfun starfsfólks í verklagsreglum og ferlum félagsins.
- Framkvæmd innra eftirlits.
- Skráning og eftirfylgni með verklagsreglum, frávikum, áhættumötum og viðbragðsáætlunum.
- Daglegur stuðningur við eldisstarfsmenn.
- Þátttaka í innri og ytri úttektum og aðstoð við undirbúning og eftirvinnslu.
- Stuðningur í samræmi við opinberar reglur og staðla.
- Stuðningur við ASC og Whole Foods Market vottunarferli.
- Skýrslugerð.
- Aðstoð við önnur gæðatengd verkefni eftir þörfum.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af gæðastjórnun og/eða notkun rafrænna gæðakerfa.
- Þekking á viðurkenndum stöðlum og vottunarkerfum (t.d. ASC, ISO) er kostur.
- Góð hæfni í upplýsingamiðlun, kennslu og leiðsögn.
- Skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð.
- Góð tölvukunnátta og færni í að vinna með skjöl og gæðaskrár.
- Góð kunnátta í íslensku og ensku, bæði töluðu og rituðu máli.
Auglýsing birt21. júlí 2025
Umsóknarfrestur5. ágúst 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Höfðabakki 7, 110 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (6)

Gæðastjóri - Háskólinn í Reykjavík
Háskólinn í Reykjavík

Vöruþróun og framleiðsla
ICEWEAR

Tæknistjóri Sjódeild Arnarlax / Technical Manager seawater Arnarlax
Arnarlax ehf

Gildingasérfræðingur (e. Validation Technician)
Kerecis

Við leitum að gæðastjóra í verksmiðju TDK Foil Iceland ehf á Akureyri
TDK Foil Iceland ehf

S. Iceland ehf. óskar eftir gæðastjóra.
S. Iceland ehf.