
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Velferðasvið ber ábyrgð á áætlanagerð, samhæfingu og samþættingu verkefna á sviði velferðarþjónustu, eftirliti í samræmi við lög, reglur, samþykktir og pólitíska stefnu í velferðarmálum, mat á árangri og þróun velferðarþjónustu og nýrra úrræða og gerð þjónustusamninga um framkvæmd þjónustunnar. Velferðarsvið býr Reykjavíkurborg ennfremur undir að taka við nýjum velferðarverkefnum frá ríki svo sem í málefnum fatlaðra, öldrunarþjónustu og heilsugæslu.
Velferðarsvið ber ábyrgð á framkvæmd þjónustu á sviði velferðarmála, þar með talinni félagsþjónustu fyrir alla aldurshópa og barnavernd. Velferðarsvið ber ábyrgð á rekstri þjónustumiðstöðva Reykjavíkurborgar og starfseininga sem undir þær heyra. Velferðarsvið vinnur með velferðarráði og barnaverndarnefnd og sinnir málefnum þeirra. Þjónustumiðstöðvar vinna með hverfaráðum í hverfum borgarinnar.
Velferðarsvið sér einnig um rekstur miðlægrar velferðarþjónustu þvert á borgina, átaksverkefna vegna endurhæfingar fólks, heildstæðu forvarnastarfi í Reykjavík, inntöku í húsnæðis- og búsetuúrræði, rekstur hjúkrunarheimila, rekstur framleiðslueldhúss og rekstur heimahjúkrunar í Reykjavík samkvæmt samningi við ríkið þar um.

Flokkstjóri í heimaþjónustu
Við leitum eftir jákvæðum og skipulögðum aðila í 100% starf flokkstjóra í heimaþjónustu fyrir aldraða að Norðurbrún 1. Í Norðurbrún eru 59 íbúðir. Um er að ræða stöðu í dagvinnu.
Flokkstjóri sér um að þjónusta fjölbreyttan hóp íbúa og vera innan handar fyrir starfsmenn heimaþjónustu. Flokkstjóri ber ábyrgð á stýringu daglegra starfa starfsmanna í félagslegri heimaþjónustu í samráð við forstöðumann. Flokkstjóri ber ábyrgð á að heimaþjónusta sé veitt í fjarveru starfsmanna vegna veikinda eða fría í samráði við forstöðumann.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsjón og eftirlit með framkvæmd heimaþjónustu í samráð við næsta yfirmann.
- Sér um verkstjórn og daglegaa forgangsröðun verkefna og framkvæmd þeirra.
- Sér um gerð vaktaáætlanna fyrir starfsmenn heimaþjónustu.
- Leysir af vegna forfalla starfsmanna þegar þarf.
- Vinnur að því að rjúfa félagslega einangrun notenda.
- Er starfsmönnum, notendum og aðstandendum til ráðgjafar og veitir upplýsingar um þjónustu.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Félagsliðamenntun eða sambærileg menntun
- Jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum
- Umsækjendur verða hafa náð 18 ára aldri
- Ökuréttindi
- Íslenskukunnátta á stigi B2 samkvæmt samevrópska matskvarðanum
- Hreint sakavottorð í samræmi við lög um málefni fatlaðst fólks sem og reglur Reykjavíkurborgar.
Fríðindi í starfi
- Stytting vinnuvikunar
- Sundkort
- Menningarkort
- Samgöngustyrkur
- Heilsustyrkur
Auglýsing birt17. nóvember 2025
Umsóknarfrestur10. desember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Norðurbrún 1, 104 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (5)

Teymisstjóri í heimahjúkrun
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Stuðningsfulltrúa vantar á Kleppsveg 90
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Teymisstjóri óskast á íbúðakjarna í Grafarvogi
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Stuðningsráðgjafi óskast á íbúðakjarna í Grafarvogi
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Hárgreiðslustofa til leigu
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Sambærileg störf (1)
