Miðstöð menntunar og skólaþjónustu
Miðstöð menntunar og skólaþjónustu
Miðstöð menntunar og skólaþjónustu

Ert þú sérfræðingur í veflausnum?

Miðstöð menntunar og skólaþjónustu er bakland skólastarfs á Íslandi. Með öflugum stuðningi og markvissri þjónustu við skólasamfélagið tökum við virkan þátt í því að stuðla að framúrskarandi menntun og farsæld hvers einasta barns.

Hjá okkur starfar samhentur hópur sem á það sameiginlegt að brenna fyrir því hlutverki að aðstoða skólasamfélagið við það mikilvæga verkefni að skapa umhverfi þar sem öll börn fá tækifæri til þess að njóta sín og blómstra. Nú leitum við að öflugri viðbót í þennan góða hóp.

Sérfræðingur í veflausnum

Við leitum að drífandi og metnaðarfullri manneskju með mikla þekkingu og reynslu af veflausnum í fullt starf.
Vilt þú starfa í líflegu, faglegu og skemmtilegu vinnuumhverfi? Viltu starfa með fólki sem mætir í vinnuna á hverjum degi með það að markmiði að vinna að því að á Íslandi sé frábært að vera barn?

Ef svarið við ofangreindum spurningum er já, þá gæti þetta sannarlega verið starf fyrir þig.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Viðhald, þróun og skipulag vefja
  • Þróun og eftirfylgni efnisstefnu
  • Notkun vefmælinga og leitarvélabestun
  • Aðstoð og vinna með samstarfsaðilum í vefmálum
  • Samskipti við þjónustuaðila
  • Skipulagning á endurnýjun eldri vefja
  • Koma að þróun framsetningar á stafrænu efni
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af þróun, rekstri eða umsjón veflausna er skilyrði
  • Færni í og skilningur á leitarvélabestun (SEO), vefgreininum, html og CSS
  • Þekking og skilningur á hýsingamálum
  • Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af DNS, Wordpress, Prismic og Drupal
  • Hæfni til miðlunar í töluðu og rituðu máli á íslensku og ensku
  • Drifkraftur, frumkvæði og metnaður til að ná árangri
  • Víðsýni og lausnamiðuð hugsun
  • Samskiptahæfni og framúrskarandi þjónustulund
Auglýsing birt18. desember 2024
Umsóknarfrestur6. janúar 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Víkurhvarf 3, 203 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar