Matvælastofnun
Matvælastofnun

Eftirlitsfulltrúar í sauðfjárslátrun á Húsavík

Viltu taka þátt í að standa vörð um matvælaöryggi og velferð dýra?

Matvælastofnun óskar eftir að ráða eftirlitsfulltrúa til starfa við heilbrigðiseftirlit í sauðfjárslátrun á komandi hausti. Um er að ræða tímabundin störf í u.þ.b. tvo mánuði í sláturhúsi Norðlenska á Húsavík. Eftirlitsfulltrúar fá kennslu og þjálfun sem fer fram undir lok ágústmánaðar. Eftirlitsfulltrúar munu einnig eiga möguleika á að bæta við sig þjálfun varðandi heilbrigðiseftirlit í alifuglasláturhúsum. Athygli er vakin á að starfsfólk á kost á húsnæði sér að kostnaðarlausu yfir tímabilið.

Matvælastofnun (MAST) er nútímaleg og framsækin þjónustustofnun sem stendur vörð um hagsmuni og heilsu manna, dýra og plantna og eykur þannig velferð og verðmætasköpun í þágu þjóðarinnar. Starfsumhverfið er fjölskylduvænt og áhersla lögð á starfsánægju og góð samskipti ásamt því að stuðla að öflugu og lifandi þekkingarsamfélagi. Gildin sem starfsfólk hefur að leiðarljósi eru FAGMENNSKA, GAGNSÆI og TRAUST. Nánari upplýsingar má finna á www.mast.is

Helstu verkefni og ábyrgð

Eftirlitsfulltrúi sinnir fyrst og fremst opinberu eftirliti með heilbrigðisskoðun á kjötskrokkum, dýravelferð og hollustuháttum. Eftirlitsfulltrúar starfa undir ábyrgð og handleiðslu eftirlitsdýralækna viðkomandi sláturhúsa.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla af sláturhúsastörfum æskileg
  • Reynsla af umgengni við búfé æskileg
  • Nákvæmni, frumkvæði, fagleg vinnubrögð og sjálfstæði í starfi
  • Góðir skipulags- og samskiptahæfileikar
  • Áhugi á matvælaöryggi og dýraheilbrigði
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Íslenskufærni A2 skv. samevrópska tungumálarammanum æskileg
  • Enskufærni B1 skv. samevrópska tungumálarammanum æskileg
Fríðindi í starfi

Matvælastofnun getur séð um að útvega húsnæði yfir starfstímabilið.

Auglýsing birt15. júlí 2025
Umsóknarfrestur31. júlí 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Grunnfærni
Staðsetning
Austurvegur 64, 800 Selfoss
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.KjötiðnPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MatreiðsluiðnPathCreated with Sketch.MjólkuriðnPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.SkýrslurPathCreated with Sketch.Vandvirkni
Starfsgreinar
Starfsmerkingar