Hugvísindasvið
Hugvísindasvið
Hugvísindasvið

Deildarstjóri við námsbrautina íslenska sem annað mál

Á skrifstofu Hugvísindasviðs Háskóla Íslands er laust til umsóknar fullt starf deildarstjóra við námsbrautina íslenska sem annað mál. Deildarstjórar eru tengiliðir milli námsbrauta og stjórnsýslu fræðasviðs og sinna margvíslegri þjónustu við nemendur og kennara, ásamt tilfallandi verkefnum. Námsbrautin íslenska sem annað mál á í nánu samstarfi við önnur fræðasvið og miðlægar stjórnsýslueiningar og mun deildarstjóri eiga í samstarfi við þessa aðila í samvinnu við stjórnsýslu Hugvísindasviðs og kennara námsbrautarinnar. Íslenska sem annað mál er námsbraut við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands og er sú fjölmennasta við háskólann.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjón með námsferlum og brautskráningu nemenda
  • Upplýsa og leiðbeina nemendum um reglur og uppbyggingu náms
  • Samvinna við nemendaskrá og aðrar stjórnsýslueiningar innan HÍ um umsóknir, nám og ráðgjöf við umsækjendur
  • Skipulagning inntökuprófa 
  • Upplýsingagjöf og ráðgjöf til umsækjenda, nemenda og kennara námsbrautar
  • Vinna við kennsluskrá 
  • Móttaka nemenda
  • Stoðþjónusta við kennara og nemendur námsbrautar
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólapróf sem nýtist í starfi, framhaldsnám er kostur
  • Reynsla af fjölmenningarstarfi  er kostur
  • Reynsla úr starfsumhverfi háskóla er kostur
  • Góð færni í íslensku og ensku, bæði í rituðu og töluðu máli. Færni í fleiri tungumálum er kostur.
  • Góð færni í upplýsingatækni þ.m.t. á Microsoft 365 umhverfinu
  • Góð þjónustulund og samskiptahæfni
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum og lausnarmiðuð nálgun á verkefnum
Auglýsing birt12. ágúst 2025
Umsóknarfrestur22. ágúst 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Sæmundargata 2, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar