Kóraskóli
Kóraskóli
Kóraskóli

Deildarstjóri í Kóraskóla

Kóraskóli er unglingaskóli í mótun. Í skólanum starfar kraftmikill og samhentur hópur kennara í þróunarvinnu. Við leggjum áherslu á teymiskennslu, samþættingu námsgreina í þemavinnu og verkefnamiðuðu námi. Í skólanum eru um 280 nemendur í 8. - 10. árgang og um 40 starfsmenn.

Deildarstjóri situr í stjórnendateymi skólans, fer með daglega verkstjórn og er faglegur leiðtogi í samþættingu náms, upplýsingatækni í kennslu og veitir kennslufræðilega og tæknilega ráðgjöf ásamt stuðning. Við leitum að öflugum einstakling með góða þekkingu á viðfangsefnum skóla- og uppeldismála, farsæld og stuðningsúrræða sem vill vera öðru starfsfólki góð fyrirmynd og öflugur ráðgjafi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Að vera faglegur leiðtogi sem yfirfærir sýn og stefnu skólans á skólastarfið með þróunarstarfi og þeim björgum og úrræðum sem við á hverju sinni til að ná þeim markmiðum 

  • Fylgist með nýjungum á sviði kennslu og er leiðandi í faglegri umræðu. Stuðlar að framþróun og nýbreytni í kennsluháttum og kennsluaðferðum s.s. verkefnamiðuðu samþættu þemanámi, leiðsagnarnámi, teymiskennslu, námsmati og nýtingu upplýsingatækni í skólastarfi

  • Skapar góðan vinnuanda með því að hlúa að starfsfólki. Stuðla að samvinnu, samkennd og samábyrgð gagnvart faglegu starfi skólans  

  • Ber ábyrgð á þróun og skipulagi upplýsingatækni í skólanum, þ.e. umsýsla með spjaldtölvum og tölvukerfum
  • Samskipti við nemendur og rýni í  dagleg störf starfsfólks með það að leiðarljósi að geta veitt ráðgjöf sem nýtist í þeim aðstæðum sem við á hverju sinni. Veitir starfsfólki endurgjöf og leiðsögn  

  • Fagleg kennslufræðileg forysta með áherslu á þróun í kennsluháttum 

  • Stuðlar að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og fagaðila innan og utan skólans
  • Vinnur að þróun skólastarfs í samstarfi við stjórnendur og starfsfólk. Tekur þátt í störfum teyma og ráða innan skólans í samráði við skólastjóra 

  • Önnur verkefni sem yfirmaður felur starfsmanni og falla innan starfssviðs viðkomandi

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Kennaramenntun og leyfisbréf til kennslu
  • Haldgóð þekking á kennslufræði námsgreina á unglingastigi og reynsla af kennslu
  • Framhaldsmenntun í stjórnun, upplýsingatækni í skólastarfi eða sambærilegt nám sem nýtist í starfi æskileg
  • Reynsla af stjórnun í grunnskóla æskileg
  • Mjög góð þekking á upplýsingatækni og notkun rafrænna miðla í skólastarfi
  • Forystu- og stjórnunarhæfileikar 
  • Mikil hæfni og lipurð í mannlegum samskiptum, sveigjanleiki og samstarfshæfni
  • Stundvísi, áreiðanleiki og þolinmæði   
  • Góð skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæði í starfi
  • Metnaður í starfi, sjálfstæði, drifkraftur og áhugi fyrir skólaþróun
  • Mjög góð hæfni í íslensku, bæði í ræðu og riti
Fríðindi í starfi

Starfsfólk Kópavogsbæjar fær frían aðgang að sundlaugum bæjarins 

Auglýsing birt27. maí 2025
Umsóknarfrestur10. júní 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Vallakór 14, 203 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar