
BRASA Sælkeraverslun
Brasa Sælkeraverslun leitar að jákvæðum og þjónustuliprum einstaklingi í skemmtilegt starf í hjarta matarupplifunar. Við leitum að manneskju sem hefur áhuga á góðum mat, sérstaklega kjöti og sælkeravörum, og nýtur þess að eiga góð samskipti við viðskiptavini.
Helstu verkefni
-
Afgreiðsla og þjónusta við viðskiptavini í deli og kjötborði
-
Undirbúningur og framsetning á kjöti, smáréttum og sælkeravörum
-
Ráðgjöf til viðskiptavina um vöruúrval og matargerð
-
Þrif, frágangur og viðhald á snyrtilegu vinnuumhverfi
-
Þátttaka í daglegum rekstri og framsetningu borðsins
Hæfniskröfur
-
Áhugi á mat, sérstaklega kjöti og sælkeravörum
-
Góð þjónustulund og samskiptahæfni
-
Jákvætt viðmót og hæfni til að vinna í teymi
-
Skipulagshæfni og snyrtimennska
-
Reynsla úr sambærilegu starfi er kostur, en ekki skilyrði













