
Bananar
Bananar ehf. er stærsta innflutnings- og dreifingarfyrirtæki landsins í ávöxtum og grænmeti og þjónar stórum hópi viðskiptavina, meðal annars verslunum, veitingahúsum, sjúkrahúsum, skólum, leikskólum og mötuneytum.  
Bananar leggja sérstaka áherslu á að uppfylla þarfir og kröfur viðskiptavina sinna um gæði, sanngjörn verð, fjölbreytt vöruúrval og framúrskarandi þjónustu. 
Með þetta leiðarljós í forgrunni beina Bananar viðskiptum sínum til framleiðenda í löndum nær og fjær, þar sem uppskera á ávöxtum og grænmeti er fremst á hverjum tíma. Vörur koma til landsins vikulega með skipi og daglega með flugi. Íslenskt grænmeti berst til okkar daglega. 
Ávextir og grænmeti verða sífellt mikilvægari þáttur í daglegri neyslu Íslendinga og er það sýn Banana að vera „Hjartað í lýðheilsu Íslendinga“ og með því að leggja sitt að mörkum til þess að auka heilbrigði og hamingju íslensku þjóðarinnar.
Fyrirtækið hefur á að skipa fjölbreyttum og fjölþjóðlegum starfsmannahópi en hjá okkur starfa að jafnaði 105 starfsmenn, með fjölbreyttan bakgrunn og reynslu.
Allt frá innkaupum til dreifingar leggur starfsfólk Banana sig fram við að koma hágæða ávöxtum og grænmeti til verslana og fyrirtækja um land allt.
Markmið Banana er að vera eftirsóknarverður vinnustaður, skipaður vel þjálfuðu, stoltu og ánægðu starfsfólki. Við leggjum ríka áherslu á jákvæða vinnustaðamenningu sem einkennist af trausti, virðingu og samvinnu heilt yfir.
Gildi fyrirtækisins spila stóran sess í áherslum og stefnu mannauðsmála og eru kjarninn í öllu sem við framkvæmum, hugarfari okkar og samskiptum á vinnustaðnum, hvort sem um ræðir samstarfsfélaga, viðskiptavini eða birgja.
Heiðarleiki | Hamingja | Hugrekki | Heilbrigði

Bananar leita að öflugum Bílstjóra
Bananar leita að liðsauka í öflugt dreifingarteymi fyrirtækissins. Starfið felst fyrst og fremst í útkeyrslu á vörum til viðskiptavina.
Bananar ehf are seeking an addition to the company´s already efficient distribution team. The job entails delivering goods to customers.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Útkeyrsla á vörum til viðskiptavina / Delivering merchandise to customers
- Umsýsla og vinnsla með sendingar / processing deliveries
- Samskipti við viðskiptavini og starfsmenn í öðrum deildum / Communication with customers and co-workers in other departments
- Umhirða ökutækis / taking care of the vehicle
- Starfið krefst líkamlegs álags / the job requires physical strength
Menntunar- og hæfniskröfur
- Gild ökuréttindi / valid drivers licence
- Rík þjónustulund og stundvísi / service minded and punctuality
- Íslensku- og/eða góð enskukunnátta skilyrði / Icelandic - and/or good english skills required.
- Fyrri reynsla af dreifingu kostur / Previous experience in distribution a benefit
Fríðindi í starfi
- Mötuneyti á staðnum / Canteen on site
Auglýsing birt30. október 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
 Enska
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Korngarðar 1, 104 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
Fljót/ur að læraLíkamlegt hreystiÖkuréttindiSamviskusemiSjálfstæð vinnubrögðÚtkeyrslaÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Meiraprófsbílstjóri á bílaflutninga- og björgunarbíla. 
Krókur

Starfsmaður í verslun - birgðir og sítalning BYKO Suðurnesjum
Byko

Starfsmaður í timburafgreiðslu - BYKO Suðurnesjum
Byko

Starfsmaður á lager
Héðinn

Fjarðabyggð - Austurland: Meiraprófsbílstjóri óskast á ruslabíl/krókabíl( C driver wanted
Íslenska gámafélagið ehf.

Vagnstjóri / City Bus Driver - Icelandia
Almenningsvagnar Kynnisferða ehf 

Meiraprófsbílstjórar
Steinsteypan

Kranabílstjóri á nýjan kranabíl
Ísbor ehf

Bílstjóri / Driver
Bus4u Iceland

Ískraft leitar að öflugum bílstjóra
Ískraft

Bílstjóri á Þjónustubíl E. Sigurðsson
E. Sigurðsson

Lager- og birgðastjóri snyrtivöru
Artica ehf