
Hjallastefnan
Hjallastefnan er kærleiksmiðuð og skapandi lýðræðisstefna. Hjallastefnan rekur í dag 14 leikskóla og þrjá grunnskóla.
Drifkrafturinn í rekstri Hjallastefnunnar er sú skólahugsjón sem allt starf Hjallastefnunnar byggir á. Starfsfólk fyrirtækisins trúir því staðfastlega að starf þeirra skipti miklu máli og að það eigi með vinnu sinni þátt í því að skapa betri framtíð fyrir börn þessa lands.
Jafnréttisuppeldi, jákvæðni, agi, skapandi hugsun, félagsþjálfun og einstaklingsstyrking eru innviðir í námskrá Hjallastefunnar sem við teljum að geti skipt sköpum í þroska þeirra einstaklinga sem okkur er treyst fyrir. Einnig er trú okkar að öflugt fyrirtæki í sjálfstæðum skólarekstri geti skapað nýjungar og unnið að tilraunaverkefnum sem veiti hinu opinbera kerfi nauðsynlegt og tímabært aðhald í því að efla fagstarf sitt og þjónustu – öllum börnum til hagsbóta.
Skólar Hjallastefnunnar starfa sjálfstætt undir stjórn síns leik- eða grunnskólastjóra sem hefur yfirumsjón með og ber ábyrgð á daglegum rekstri skólans. Þannig hefur hver skóli sitt eigið andrúmsloft og sína eigin menningu en allir starfa þeir þó að sameiginlegu markmiði og eftir sömu námskrá sem liggur til grundvallar öllum þáttum fagstarfsins.

Árbær á Selfossi - Þroskaþjálfi/Iðjuþjálfi/Sérkennari
Leikskólinn Árbær á Selfossi leitast eftir að ráða til starfa tímabundna stöðu í sérkennsluteymi vegna fæðingarorlofs. Um er að ræða fullt starf út skólaárið, frá febrúar til júlí 2026, með möguleika á áframhaldandi ráðningu.
Mikilvægt er að menntun og reynsla innan sérkennslu og stuðnings barna sé til staðar og góð íslensku kunnátta er nauðsyn.
Frekari upplýsingar má nálgast hjá skólastýru Árbæjar: [email protected]
Helstu verkefni og ábyrgð
- Stuðningur við barn í daglegum athöfnum
- Undirbúningur og framkvæmd þjálfunar og vinnustunda
- Teymisvinna með hópstjóra, sérkennsluteymi og stjórnendum
- Samskipti við foreldra og sérfræðinga skólaþjónustu
- Gerð og framkvæmd einstaklingsáætlunar í samstarfi við sérkennslustýru og yfirþroskaþjálfa
Menntunar- og hæfniskröfur
Að hafa áhuga á og þykja vænt um börn og vilja styðja þau til þroska og vaxtar.
Starfsleyfi / Leyfisbréf
- Þroskaþjálfa
- Iðjuþjálfa
- Leikskólakennari
- Sérkennari
Önnur menntun sem nýtist í starfi s.s.
- Leikskólaliði
- Stuðningsfulltrúi
- Sálfræði
Reynsla af kennslu ungra barna mikill kostur, sér í lagi innan sérkennslu.
Umsækjandi þarf að búa yfir
- Góðri samskiptahæfni
- Góðri íslenskukunnáttu
- Jákvæðni og lausnamiðun
- Lífsgleði og sveigjanleika
- Seiglu og sjálfstæði
- Stundvísi
Fríðindi í starfi
- 7 tíma viðvera fyrir 100% stöður
- Sveigjanlegur vinnutími möguleiki
- Frábær menning og góður starfsandi á vinnustaðnum
- Hollur og góður matur eldaður á staðnum
Auglýsing birt28. janúar 2026
Umsóknarfrestur2. febrúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaValkvætt
Staðsetning
Fossvegur 1, 800 Selfoss
Starfstegund
Hæfni
ÁreiðanleikiFagmennskaHreint sakavottorðJákvæðniMannleg samskiptiNýjungagirniSjálfstæð vinnubrögðStundvísiSveigjanleikiTeymisvinna
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Kraftmikill og metnaðarfullur deildarstjóri íþrótta óskast
Leikskólinn Sjáland

Umsjónarkennari í Hofsstaðaskóla
Hofsstaðaskóli Garðabæ

Stapaskóli – Aðstoðarskólastjóri
Reykjanesbær

Kennarar og kennaranemar
Aukakennari

Leikskólinn Eyrarskjól - Leikskólakennari/Leiðbeinandi
Hjallastefnan leikskólar ehf.

Leikskólakennari/leiðbeinandi
Heilsuleikskólinn Urriðaból I

Leikskólakennari / leiðbeinandi
Leikskólinn Krakkaborg

Stuðningur við börn í leikskóla
Waldorfskólinn Sólstafir

Leikskólinn Litlu Ásar við Vífilsstaði óskar eftir kennurum/leiðbeinendum
Hjallastefnan

Leikskólakennari/leiðbeinandi óskast til starfa
Leikskólinn Blásalir

Leikskólakennari
heilsuleikskólinn Urriðaból II

Deildarstjóri í leikskólanum Maríuborg
Leikskólinn Maríuborg