Álftanesskóli
Álftanesskóli
Álftanesskóli

Álftanesskóli óskar eftir atferlisfræðingi

Álftanesskóli leitar að atferlisfræðingi til starfa, um er að ræða 80 - 100% starf.

Álftanesskóli er grunnskóli fyrir nemendur í 1.-10. bekk. Í skólanum eru rúmlega 370 nemendur og 75 starfsmenn. Áhersla er lögð á metnaðarfullt starf, vellíðan nemenda og umhverfisvernd. Í Álftanesskóla er áhersla lögð á að hver nemandi fái kennslu við hæfi til að þroska hæfileika sína - allir eru einstakir. Álftanesskóli starfar eftir hugmyndafræði og vinnuaðferðum Uppeldis til ábyrgðar- uppbygging sjálfsaga.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Sinnir atferlisþjálfun nemenda
  • Kemur að þjálfun, stuðningi og atferlismótun barna
  • Ráðleggur fagfólki varðandi úrræði nemenda með hegðunarvanda
  • Heldur utan um skráningu, þjálfun og endurmat nemenda
  • Situr teymisfundi og sinnir foreldrasamstarfi
Menntunar- og hæfniskröfur
  • BS í sálfræði eða á sviði menntunar-, uppeldis- eða kennslufræði eða sambærilegt nám
  • Viðbótarnám í hagnýtri atferlisgreiningu er skilyrði
  • Reynsla af starfi í grunnskóla og/eða starfi með börnum æskileg
  • Ánægja af því að starfa með börnum
  • Frumkvæði, samskiptahæfni og sjálfstæði í vinnu
  • Íslenskukunnátta á stigi C1 skv. evrópska tungumálarammanum
Auglýsing birt19. febrúar 2025
Umsóknarfrestur4. mars 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Breiðumýri, 225 Breiðumýri
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar