
Álftanesskóli
Álftanesskóli er grunnskóli fyrir nemendur í 1.-10. bekk. Í skólanum eru tæplega 400 nemendur og 75 starfsmenn. Áhersla er lögð á metnaðarfullt starf, vellíðan nemenda og umhverfisvernd. Í Álftanesskóla er áhersla lögð á að hver nemandi fái kennslu við hæfi til að þroska hæfileika sína – Allir eru einstakir. Álftanesskóli starfar eftir hugmyndafræði og vinnuaðferðum Uppeldis til ábyrgðar- uppbygging sjálfsaga.

Álftanesskóli auglýsir eftir starfsmanni í frístundaheimilið Álftamýri
Álftanesskóli auglýsir eftir starfsmanni í frístund. Frístundastarf fer fram frá kl. 13.00 eftir að skóla lýkur og til kl. 16.30. Um er að ræða hlutastörf sem hentar mjög vel sem aukavinna með námi.
Í Álftanesskóla er unnið af miklum metnaði og áhersla lögð á notalegt andrúmsloft, umhyggju og góðan árangur. Í skólanum eru persónuleg samskipti milli nemenda, starfsfólks og foreldra. Samvinna er mikil og góð á milli allra þeirra sem starfa í skólasamfélaginu. Í skólanum ríkir góður starfsandi og boðið er upp á gott starfsumhverfi. Nánari upplýsingar um skólann má finna á heimasíðunni www.alftanesskoli.is.
Leitað er eftir einstaklingum sem eru tilbúnir að starfa að sveigjanlegu tómstundastarfi í teymisvinnu samkvæmt skólastefnu Álftanesskóla.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Taka þátt í skipulagningu og framkvæmd á faglegu frístundastarfi
- Stýra hópum í frístundastarfi og leiðbeina börnum í leik og starfi
- Samráð og samvinna við börn og starfsfólk
- Samskipti og samstarf við foreldra, starfsfólk skóla og aðra sem koma að starfi frístundaheimilisins
Menntunar- og hæfniskröfur
- Uppeldismenntun sem nýtist í starfinu er kostur
- Reynsla af starfi með börnum er æskileg
- Reynsla af nemendum með sérþarfir æskileg
- Ánægja af starfi með börnum
- Dugnaður, jákvæðni, stundvísi og ábyrgðarkennd
- Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
- Íslenskukunnátta á stigi B2 samkvæmt samevrópskum tungumálaramma
Fríðindi í starfi
- Heilsuræktarstyrkur fyrir starfmenn sem ráðnir eru í starfshlutfall að upphæð 20.000 kr. eftir 6 mánuði í starfi
- Bókasafnskort fyrir starfmenn sem ráðnir eru í starfshlutfall eftir 3 mánuði í starfi
- Menningarkort fyrir starfmenn sem ráðnir eru í starfshlutfall eftir 3 mánuði í starfi
- Sundlaugarkort fyrir starfmenn sem ráðnir eru í starfshlutfall eftir 3 mánuði í starfi
Auglýsing birt3. nóvember 2025
Umsóknarfrestur17. nóvember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Breiðumýri, 225 Breiðumýri
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiJákvæðniSjálfstæð vinnubrögðStundvísi
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (10)

Aðstoðarforstöðumaður í félagsmiðstöðinni Óðal
Borgarbyggð

Starfsmaður í frístundarstarfi fyrir ungmenni með stuðningsþarfir
Reykjanesbær

Stuðningsfulltrúi í Hörðuvallaskóla
Hörðuvallaskóli

Frístundaleiðbeinandi í Álfhólsskóla
Álfhólsskóli

Skóla- og frístundaliðar í frístundaheimilið Hraunkot - Víðistaðaskóli
Hafnarfjarðarbær

Skóla- og frístundaliði - Engidalsskóli /frístundaheimilið Álfakot
Hafnarfjarðarbær

Skóla- og frístundaliði í Skarðsel - Skarðshlíðarskóli
Hafnarfjarðarbær

Umsjónarmaður skapandi verkefna ungs fólks
Molinn - miðstöð unga fólksins

Frístundaleiðbeinandi/ráðgjafi með umsjón
Hitt húsið

Starfskraftur í frístund í Hjallastefnunni í Hafnarfirði
Hjallastefnan