

Umsjónarmaður skapandi verkefna ungs fólks
Brennur þú fyrir skapandi verkefnum ungs fólks? Þá gæti þetta verið rétta starfið fyrir þig.
Laus er til umsóknar 50% staða umsjónarmanns skapandi verkefna í Molanum.
Kópavogsbær hefur innleitt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í samstarfi við UNICEF og er annað tveggja sveitarfélaga á Íslandi sem hefur fengið viðurkenningu sem Barnvænt sveitarfélag. Barnvæn sveitarfélög vinna markvisst að því að uppfylla réttindi barna og ungmenna.
Molinn - miðstöð unga fólksins stendur fyrir fjölbreyttum skapandi verkefnum, námskeiðum, viðburðum og verkefnum tengt list,- menningu- og nýsköpun fyrir ungt fólk á aldrinum 16-25 ára. Í Molanum er lögð áhersla á faglega og innihaldsríka starfsemi þar sem rödd ungmenna hefur mikið vægi. Unnið er með hæfileika og styrkleika ungmenna, þeim tryggð jöfn tækifæri með það að markmiði að efla þau, styrkja og þroska til þátttöku í samfélaginu á sama tíma og þörfum þeirra fyrir aðstöðu til afþreyingar, frítíma- og félagsstarfs og skapandi verkefna er mætt.
Í þeim tilgangi leitar Molinn að starfsmanni sem hefur þekkingu og reynslu af starfi með börnum og ungmennum, með innsýn og áhuga á málefnum ungs fólks. Um er að ræða 50% starf í þjónustu við börn og ungmenni þar sem tækifæri er til að móta og þróa starfið í samvinnu við aðra starfsmenn og yfirmenn málaflokksins. Umsjónarmaður skapandi verkefna hefur einnig séð um skapandi sumarstörf í 100% starfi á sumartíma.
- Ber ábyrgð á sameiginlegum verkefnum um skapandi verkefni ungs fólks í Kópavogi.
- Ber ábyrgð á að fylgt sé eftir stefnum Kópavogsbæjar er snúa að þjónustu við ungt fólk í sveitarfélaginu.
- Ber ábyrgð á skipulagi, framkvæmd, utanumhaldi og leiðsögn á verkefnum, námskeiðum, sýningum og viðburðum tengt list,- menningu og nýsköpun ungs fólks.
- Stuðlar að þjónustu og úrræðum tengt listsköpun í samræmi við áherslur í lögum um samþættingu í þjónustu í þágu farsældar barna. Sérstaklega sé horft til þess að fylgja eftir viðkvæmum hópi barna með stuðningi við hæfi, þegar grunnskóla lýkur eða allt til 18 ára aldurs.
- Ber ábyrgð á eftirfylgni og stuðningi við forvarnir og geðrækt ungs fólks sem tengist áherslum í þjónustu við ungt fólk og öðrum stefnum bæjarins.
- Ber ábyrgð á kynningum, fræðslu og leiðsögn til ungs fólks í Kópavogi, og er leiðandi í þróun á nýsköpun, list og menningu til að styðja við ungt fólk í sinni listsköpun.
- Útbýr og skipuleggur námskeiðsáætlun til að efla og gera skapandi starf ungs fólks markvissara í samráði við deildarstjóra frístundadeildar.
- Umsjón með markaðssetningu og gerð kynningarefnis vegna skapandi starfa ungs fólks á samfélagsmiðlum og heimasíðu bæjarins.
- Situr samráðsfundi með deildarstjóra frístundadeildar, starfsfólki Molans - miðstöð ungs fólks, og forstöðumönnum félagsmiðstöðva í Kópavogi.
- Vinnur í góðri samvinnu við þá aðila sem vinna að þróun og framkvæmd þjónustu við ungt fólk hvort sem er innan eða utan sveitarfélagsins.
- Stuðlar að jákvæðri ímynd Molans - miðstöð unga fólksins fyrir ungu fólki, bæjarbúum og öðrum.
- Ber ábyrgð á að umgengnisreglum sem eru í gildi í því húsnæði sem starfsemi skapandi verkefna ungs fólks fer fram sé fylgt í hvívetna.
- Gerir starfsáætlun fyrir verkefnið, sem skila skal fyrir 1.október ár hvert.
- Stúdentspróf
- Reynsla af starfi með börnum og ungmennum
- Góð tölvukunnátta
- Hæfni og geta til að þróa hugmyndir og skapa verk með fjölbreyttum stíl
- Góð hæfni í samskiptum
- Frumkvæði, skapandi nálgun og sjálfstæði í störfum
- Skipulögð og fagleg vinnubrögð
- Góð íslenskukunnátta
Starfsfólk Kópavogsbæjar fær frían aðgang að sundlaugum bæjarins
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi.
Starfshlutfall er 50%.
Íslenska







