Heilsuvernd Hjúkrunarheimili
Heilsuvernd Hjúkrunarheimili
Heilsuvernd Hjúkrunarheimili

Aðstoðarmaður í sjúkraþjálfun

Heilsuvernd Hjúkrunarheimili rekur tvenn hjúkrunarheimili á Akureyri. Hjá Heilsuvernd Hjúkrunarheimilum fer fram fjölbreytt og áhugaverð starfsemi í öldrunarþjónustu sem er í stöðugri þróun. Á hjúkrunarheimilunum er rekin dagþjónusta, mötuneyti, þvottahús, auk þess sem meðal annars er boðið upp á iðjuþjálfun, sjúkraþjálfun, fjölbreytt félagsstarf og læknisþjónustu. Unnið er eftir Eden hugmyndafræðinni með áherslu á sjálfstæði, góðan heimilisbrag og lífsgæði íbúanna.

Hjá Heilsuvernd leggjum við okkur fram um að skapa glaðlegt og gott vinnuumhverfi, auk þess sem við leggjum mikinn metnað í að veita framúrskarandi þjónustu.

Heilsuvernd Hjúkrunarheimili óskar eftir að ráða aðstoðarmann í sjúkraþjálfun í 45% starfshlutfall í dagvinnu.

Við leggjum áherslu á jákvæðni og góð samskipti, lipurð í þjónustu og einlægan áhuga á starfi í þjónustu við aldraða.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Aðstoða skjólstæðinga við æfingar í sal
  • Þrif á búnaði sjúkraþjálfunar
  • Skráning í tölvukerfi
  • Sjá um léttar æfingar fyrir íbúa og notendur heimilanna
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Góð samskiptahæfni
  • Þolinmæði og sveigjanleiki
  • Frumkvæði og lipurð í mannlegum samskiptum
  • Sjálfstæði í starfi
  • Reynsla af starfi með öldruðum er kostur
  • Almenn tölvukunnátta
  • Góð íslenskukunnátta, bæði talað og skrifað mál
Auglýsing birt30. júlí 2025
Umsóknarfrestur10. ágúst 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Austurbyggð 17, 600 Akureyri
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar