
Kringlumýri frístundamiðstöð
Frístundamiðstöðin Kringlumýri stendur fyrir viðamiklu frístundastarfi fyrir börn og unglinga á aldrinum 6 – 16 ára í Laugardals-, Háaleitis- og Bústaðahverfi. Mikið er lagt upp úr því að bjóða upp á fjölbreytt og áhugavert frístundastarf á frístundaheimilum og í félagsmiðstöðvum. Starfsstaðir Kringlumýrar eru 15 samtals.
Aðstoðarforstöðumaður í frístundastarfi fatlaðra barna/ungl
Félagsmiðstöðin Hekla starfrækir frístundastarf fyrir börn og unglinga í 5.-7. bekk Klettaskóla eftir að skóladegi líkur til kl. 17.00 ásamt því að vera með heila daga á skólafrídögum. Einnig er boðið upp á sumarstarf frá kl. 8.30 til 16.30. Tilgangur starfsins er að stuðla að auknum félagsþroska með áherslu á aukið sjálfstæði, ábyrgð, heilbrigðan lífsstíl og félagslega virkni. Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Halda úti fagstarfi fyrir börn og unglinga í Klettaskóla í samræmi við starfsmarkmið SFS, starfsáætlun SFS og starfsáætlun frístundamiðstöðvarinnar og tryggja jafna möguleika barna og unglinga í Klettaskóla til þátttöku í frístundastarfi borgarinnar.
- Umsjón með daglegri starfsemi Heklu í samvinnu við forstöðumann.
- Skipulagning frístundastarfsins í samráði við bæði börn og unglinga sem og starfsfólk.
- Leiðbeina og taka þátt í leik og starfi með börnum og unglingunum.
- Samskipti og samstarf við foreldra og starfsfólk skóla.
- Þátttaka í að móta stefnu og framtíðarsýn.
- Að veita starfsfólki leiðsögn um framkvæmd vinnunnar og stuðla að lýðræðislegum starfsháttum og góðum starfsanda.
- Er staðgengill forstöðumanns.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólapróf á sviði uppeldismenntunar s.s. þroskaþjálfafræði, tómstunda- og félagsmálafræði eða sambærileg menntun.
- Leyfisbréf þroskaþjálfa.
- Meistarapróf á sviði uppeldismenntunar eða stjórnunar eða mikil starfs- og stjórnunarreynsla á viðkomandi sérfræðisviði.
- Þekking og reynsla af starfi með fötluðum börnum og unglingum.
- Þekking og reynsla af málefnum frítímans.
- Skipulögð og fagleg vinnubrögð.
- Samskiptahæfni sem miðar að því að koma að og leysa erfið mál sem tengjast starfsfólki og /eða þjónustunotendum.
- Frumkvæði, sjálfstæði og fagmennska í vinnubrögðum.
- Skipulagshæfileikar og fjölbreytt áhugasvið sem nýtist í starfinu.
- Almenn tölvu- og samskiptamiðla kunnátta.
- Góð íslenskukunnátta.
Auglýsing birt18. júlí 2025
Umsóknarfrestur31. júlí 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Þorragata 1, 101 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiMannleg samskiptiSjálfstæð vinnubrögðSkipulagTeymisvinna
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Frístundaleiðbeinandi í Hörðuvallaskóla
Hörðuvallaskóli

Deildarstjóri fræðslu- og frístundamála Fjallabyggðar
Fjallabyggð

Kennari í stoðþjónustu Hólabrekkuskóla
Hólabrekkuskóli

Starfsmaður ungbarnaleikskóla, fullt starf
Seltjarnarnesbær

Kennari ungbarnaleikskóla, fullt starf
Seltjarnarnesbær

Umsjónaraðili félagsmiðstöðvarinnar Ztart
Skeiða- og Gnúpverjahreppur

Stuðningsfulltrúi með börnum með sérþarfir – starf sem skiptir máli
Arnarskóli

Frístundaleiðbeinandi/frístundaráðgjafi
Mosfellsbær

Ráðgjafi í málefnum fatlaðs fólks og eldri borgara - Fjölskyldu- og barnamálasvið
Hafnarfjarðarbær

Leikskólakennari við Kærabæ, Fáskrúðsfjörður
Fjarðabyggð

Ert þú kennari? þá er þetta starfið fyrir þig
Leikskólinn Sjáland

Kraftmikill og metnaðarfullur deildarstjóri óskast
Leikskólinn Sjáland