
VSÓ Ráðgjöf ehf.
VSÓ veitir alhliða verkfræðiráðgjöf með áherslu á trausta og faglega þjónustu og hagkvæmar lausnir. Á skrifstofum VSÓ í Reykjavík og í Noregi starfar yfir 90 manna samhentur hópur verkfræðinga og annarra tæknimenntaðra starfsmanna.

Fagstjóri veitukerfa
Vilt þú vera leiðandi í uppbyggingu veituinnviða sem tryggja hreint vatn, skilvirk fráveitukerfi og sjálfbæra innviði samfélagsins? Við leitum að öflugum fagstjóra veitukerfa sem hefur þekkingu og metnað til að leiða vatns- og fráveituverkefni ásamt því að þróa og tryggja faglega þekkingu starfsmanna á fagsviðinu.
Um starfið
Sem fagstjóri veitukerfa munt þú m.a. bera ábyrgð ár:
- Fagstjórn veitukerfa: Tryggir viðeigandi faglega þekkingu og reynslu í samræmi við þjónustu fyrirtækisins á fagsviði veitukerfa.
- Stefnumótun fagsviðs: Tekur þátt í stefnumótun fagsviðsins í samráði við sviðsstjóra.
- Hönnun veitukerfa: Verkefnastjórn, hönnun vatns- og fráveitu ásamt almennri ráðgjöf og eftirfylgni á byggingartíma.
- Gerð útboðsgagna: Gerð verklýsinga, kostnaðar- og verkáætlana.
- Skýrslugerð: Ýmsar greiningar og gagnaúrvinnsla á fagsviði veitukerfa.
- Faglegt samstarf: Samskipti og teymisvinna ásamt því að sækja ráðstefnur og önnur fræðsluerindi.
Hæfniskröfur
Við leitum að einstaklingi með eftirfarandi eiginleika og færni:
- Menntun: Menntun á sviði verkfræði eða tæknifræði, sérfræðimenntun tengd veitukerfum er kostur.
- Reynsla: A.m.k. 5 ára starfsreynsla af verkfræðistörfum á fagsviði veitukerfa er æskileg.
- Hugbúnaðarþekking: Góð þekking á Civil 3D er skilyrði.
- Samskiptahæfni: Hæfni til að vinna sjálfstætt og í teymi, jákvæðni og góð samskiptafærni.
- Tungumálakunnátta: Góð kunnátta í íslensku og ensku, bæði töluðu og rituðu máli. Kunnátta í a.m.k. einu skandinavísku tungumáli er kostur.
Hvað bjóðum við?
Við leggjum áherslu á að skapa jákvætt, sveigjanlegt og fjölskylduvænt vinnuumhverfi þar sem starfsfólk hefur tækifæri til persónulegrar og faglegrar þróunar í starfi. Meðal þess sem við bjóðum er:
- Tækifæri til að leiða í mikilvægum og áhrifamiklum uppbyggingarverkefnum.
- Skemmtilegt og hvetjandi starfsumhverfi.
- Sveigjanleiki í vinnu og jafnvægi milli vinnu og einkalífs.
- Líflegt félagsstarf.
Kynntu þér starfið nánar á www.vso.is/starfsumsokn/
Utworzono ofertę pracy26. August 2025
Termin nadsyłania podańŻaden
Znajomość języków

Wymagane
Lokalizacja
Borgartún 20, 105 Reykjavík
Rodzaj pracy
Kompetencje
TechnologInżynier
Środowisko pracy
Zawody
Tagi zawodowe
Więcej ofert pracy (3)
Podobne oferty pracy (12)

Viltu leiða spennandi verkefni í endurbótum aflstöðva?
Landsvirkjun

Lagna- og loftræsihönnun
EFLA hf

Verkefnastjóri í viðhaldsráðgjöf
EFLA hf

Sérfræðingur í innivist
EFLA hf

Brunahönnuður
EFLA hf

Sérfræðingur í framkvæmdareftirliti
EFLA hf

Software Specialist
Rapyd Europe hf.

Deildarstjóri þjónustu- og framkvæmdadeildar
Sveitarfélagið Hornafjörður

Verkefnastjóri í nýframkvæmdir og endurbætur fasteigna og mannvirkja
Akureyri

Forstöðumaður nýframkvæmda og viðhalds gatna og stíga
Akureyri

Verkefnastjóri mælinga og eftirlits
Akureyri

Verk- eða Tæknifræðingur óskast á Framkvæmdasvið
Norconsult Ísland ehf.