EFLA hf
EFLA hf
EFLA hf

Sérfræðingur í innivist

EFLA leitar að metnaðarfullum og áhugasömum einstaklingi sem hefur áhuga á að sérhæfa sig í innivist. Sem sérfræðingur í teymi byggingartækni fengir þú tækifæri til að starfa í fjölbreyttum verkefnum tengdum viðhaldi innan- og utanhúss, svo sem umsjón og eftirliti verklegra framkvæmda, rakaskimunum, ástandsskoðun, gallagreiningu og tillögum að endurbótum, auk verkefnastýringar.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Rakaskimun, sjónskoðun og sýnataka
  • Sýnataka úr byggingarefnum vegna rakaskemmda eða endurbóta
  • Loftgæðarannsóknir, sýnataka og síritun loftgæða
  • Skýrslugerð og tillögur að endurbótum
  • Ástandsskoðanir fasteigna, gallagreining, lekaprófun og loftþéttleikamælingar
  • Umsjón og eftirlit verklegra framkvæmda ásamt ráðgjöf á verktíma
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun á sviði verkfræði, tæknifræði, arkitektúr, líffræði, byggingarfræði eða önnur menntun við hæfi
  • Iðnmenntun og/eða reynsla af byggingarframkvæmdum er kostur en ekki skilyrði
  • Mikill áhugi á sérhæfingu innan starfssviðs
  • Framúrskarandi hæfni í samskiptum og samvinnu
Fríðindi í starfi
  • Góður og hollur matur í hádeginu
  • Vellíðunarstyrkur
  • Samgöngustyrkur
  • Hreyfistyrkur
  • Fæðingarstyrkur
  • Gleraugnastyrkur
  • Símastyrkur
  • Símaáskrift og heimatenging
Utworzono ofertę pracy29. August 2025
Termin nadsyłania podań7. September 2025
Znajomość języków
islandzkiislandzki
Wymagane
Doskonale
AngielskiAngielski
Wymagane
Doskonale
Lokalizacja
Lyngháls 4, 110 Reykjavík
Rodzaj pracy
Środowisko pracy
Zawody
Tagi zawodowe