
VSÓ Ráðgjöf ehf.
VSÓ veitir alhliða verkfræðiráðgjöf með áherslu á trausta og faglega þjónustu og hagkvæmar lausnir. Á skrifstofum VSÓ í Reykjavík og í Noregi starfar yfir 90 manna samhentur hópur verkfræðinga og annarra tæknimenntaðra starfsmanna.

Sérfræðingur í verklegum framkvæmdum og framkvæmdaeftirliti
Langar þig að taka þátt í að byggja upp innviði samfélagsins? VSÓ Ráðgjöf leitar að að öflugum sérfræðingi til starfa við framkvæmdaeftirlit og ráðgjöf á sviði byggðatækni.
Um starfið
Sem sérfræðingur við framkvæmdaeftirlit á sviði byggðatækni munt þú vinna við:
- Verkumsjón og daglegt eftirlit: Eftirlit með verklegum framkvæmdum á verkstað m.a. við vega-, gatna- og stígagerð , lagningu veitukerfa og ýmiskonar yfirborðsfrágang.
- Framvindueftirlit: Vöktun og eftirfylgni verkefna í samræmi við tímaáætlanir, gæðakröfur og samninga.
- Úttektir: Mat og staðfesting á lokum stakra verkhluta og heildarverks, eftirlitsmælingar og úrvinnsla.
- Öryggi: Mat á öryggi á vinnusvæði framkvæmda og eftirfylgni með öryggisþáttum.
- Samskiptatengsl: Miðlun upplýsinga og fagleg samskipti við verktaka, verkaupa, hönnuði og aðra hagsmunaaðila.
- Ýmis framkvæmdaráðgjöf og skýrslugerð: Öflun og úrvinnsla verkefnisgagna, fundargerðir, ýmsar verkgreiningar og áætlanagerð.
Hæfniskröfur
Við leitum að einstaklingi með eftirfarandi hæfileika og færni:
- Menntun: Háskólamenntun á sviði verkfræði, tæknifræði eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi.
- Reynsla: Starfsreynsla af sambærilegum störfum er æskileg, en ekki skilyrði.
- Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð: Skipulagshæfni og lausnamiðuð hugsun.
- Samskiptahæfni: Hæfni til að vinna í teymi, jákvæðni og góð samskiptafærni.
- Tungumálakunnátta: Góð kunnátta í íslensku og ensku, bæði töluðu og rituðu máli.
Hvað bjóðum við
Við leggjum áherslu á að skapa jákvætt, sveigjanlegt og fjölskylduvænt vinnuumhverfi þar sem starfsfólk hefur tækifæri til persónulegrar og faglegrar þróunar í starfi. Meðal þess sem við bjóðum er:
- Skemmtilegt og hvetjandi starfsumhverfi.
- Tækifæri til að vinna að mikilvægum og áhrifamiklum uppbyggingarverkefnum.
- Sveigjanleiki í vinnu og jafnvægi milli vinnu og einkalífs.
- Líflegt félagsstarf.
Kynntu þér starfið nánar á www.vso.is/starfsumsokn/
Utworzono ofertę pracy17. April 2025
Termin nadsyłania podańŻaden
Znajomość języków

Wymagane
Lokalizacja
Borgartún 20, 105 Reykjavík
Rodzaj pracy
Kompetencje
Inżynier budownictwaPrzemysłowiecTechnologInżynier
Środowisko pracy
Zawody
Oznaczenia
Więcej ofert pracy (1)
Podobne oferty pracy (12)

Sérfræðingur í viðhaldsstýringu
Landsnet hf.

Verkefnastjóri samgönguinnviða
Umhverfis- og skipulagssvið

Tækni- og eða iðnmenntaður verkefnastjóri
First Water

Sérfræðingur í greiningum
Stoðir hf.

Framkvæmdastjóri Verkfræðisviðs - Coripharma
Coripharma ehf.

Háspennuhönnuður
Lota

Vélaverkfræðingur eða véltæknifræðingur
Rio Tinto á Íslandi

Verkefnastjóri - Reyðarfjörður
VHE

Tæknimaður í tæknideild
Steypustöðin

Specialist – Engineering & CSV Compliance
Alvotech hf

Associate Director Sales Enablement, Medis
Medis

Sérfræðingur í viðskiptagreind
Öryggismiðstöðin