

Safnstjóri skólasafns Lækjarskóla
Lækjarskóli óskar eftir að ráða safnstjóra skólasafns í 80% starf.
Lækjarskóli á sér sögu allt aftur til ársins 1877 og er staðsettur í fallegu og grónu umhverfi við Lækinn í Hafnarfirði. Reist var ný skólabygging, björt og rúmgóð, og tekin í notkun árið 2002. Hér er meðal annars að finna bæði sundlaug og íþróttahús. Nemendur eru tæplega 500 talsins, þar af tæplega 140 á unglingastigi. Allir nemendur frá 5. -10. bekk hafa eigin spjaldtölvu til afnota.
Einkunnarorð Lækjarskóla eru ábyrgð, virðing og öryggi, og endurspeglast allt skólastarfið í þessum orðum. Unnið er samkvæmt SMT-skólafærni sem þýðir að áhersla er lögð á að nálgast nemendur á jákvæðan hátt, gefa góðri hegðun meiri gaum og skapa jákvæðan skólabrag.
Lækjarskóli hefur verið í innleiðingu á Universal Design for Learning (UDL) sem er aðferðafræði byggð á rannsóknum David Rose (Boston Harvard,1984). UDL veitir nemendum möguleika á að læra á ólíka vegu og að sýna kunnáttu sína á ólíka hátt. Nemendur eru virkir og hafa áhrif á eigið nám og er tilgangurinn að útrýma hindrunum sem standa í vegi fyrir árangri nemenda.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Halda utan um starfsemi bókasafnsins
- Annast innkaup á nýjum bókum/safnkosti
- Skrá og flokka bókakost safnsins
- Aðstoða nemendur við upplýsingaöflun og bókaval
- Starfa náið með starfsfólki og veita þeim ráðgjöf
- Fræðsla um bókasafns- og upplýsingalæsi
- Þátttaka í lestrarhvetjandi verkefnum og halda utan um bókaklúbba
- Taka á móti nemendahópum á safnið og veita fræðslu
- Þátttaka í þróunarverkefnum skólans
- Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni
Menntunar og hæfniskröfur:
- M.A próf í upplýsingafræði eða B.A próf í upplýsingafræði og mikil starfsreynsla á sérsviðinu.
- Þekking á Ölmu bókasafnskerfi kostur
- Reynsla og þekking af stöfum á bókasafni æskileg
- Nákvæmni í vinnubrögðum
- Brennandi áhugi á starfi með börnum og ungmennum
- Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku
- Góð samstarfs- og samskiptahæfileikar
- Geta til að aðlagast breyttum aðstæðum
- Frumkvæði og skipulagshæfileikar
- Mjög góð tölvukunnátta
Nánari upplýsingar um starfið veitir Arna Björný Arnardóttir skólastjóri, [email protected] eða í síma 664-5865.
Umsóknarfrestur er til og með 19. maí 2025
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga
Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins
























