Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær

Aðstoðardeildarstjóri tómstundarmiðstöðvar - Engidalsskóli

Engidalsskóli óskar eftir að ráða drífandi og kraftmikinn aðstoðardeildarstjóra í fullt starf í frístundastarf skólans.

Starfið er 50% stjórnun og 50% í starfi með börnum

Engidalsskóli var stofnaður árið 1978, skólinn var sameinaður Víðistaðaskóla fyrir um áratug en endurheimti sjálfstæði sitt aftur haustið 2020 og er mikið uppbyggingarstarf í gangi. Skólinn er lítill og notalegur, hann sækja nemendur í 1.-7. bekk. Einkunnarorð skólans eru Ábyrgð - Virðing - Vellíðan

Í Engidalsskóla er starfrækt frístundaheimili fyrir 6 - 9 ára börn og félagsmiðstöð fyrir 10-12 ára börn.

Markmið tómstundamiðstöðvarinnar er að gefa börnum og unglingum tækifæri til að stunda skapandi og þroskandi félagsstarf í heilbrigðu umhverfi á jafnréttisgrundvelli.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Umsjón og ábyrgð með starfsemi tómstundamiðstöðvar ásamt deildarstjóra
  • Sinnir forvarna- og fræðslustarfi um ýmis málefni sem tengjast börnum og ungmennum
  • Skipulagning og framkvæmd verkefna og viðburða
  • Sér til þess að upplýsingaflæði til barna, foreldra og samstarfsaðila sé virkt
  • Stýrir verkaskiptingu milli starfsmanna og veitir leiðsögn um framkvæmd starfseminnar
  • Stuðlar að góðu samstarfi við ýmsa aðila, s.s. foreldra, skóla, félagsþjónustu, aðrar félagsmiðstöðvar og frístundaheimili og aðrar stofnanir og samtök sem vinna að málefnum barna og unglinga
  • Starfar með nemendum með sértækan vanda
  • Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu

Menntunar og hæfniskröfur:

  • Bakkalár háskólapróf s.s.á sviði uppeldis og menntunarfræða, tómstundarfræði eða annað háskólanám sem nýtist í starfi
  • Reynsla og áhugi af starfi með börnum og ungmennum
  • Áhugi á málefnum barna og forvörnum
  • Þekkingu á að vinna með hópastarf
  • Reynsla af þverfaglegu samstarfi
  • Æskilegt er að viðkomandi hafi unnið í frístundaheimili eða félagsmiðstöð
  • Skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Fjölbreytt áhugasvið sem nýtist í starfi.
  • Almenn tölvukunnátta
  • Góð íslensku- og enskukunnátta er skilyrði
  • Mikil hæfni í mannlegum samskiptum
  • Samskipta og samstarfshæfni

Nánari upplýsingar um starfið veitir Margrét Halldórsdóttir, skólastjóri, [email protected] í síma 5554433

og Arnheiður Guðmundsdóttir, deildarstjóri frístundastarfs, [email protected].

Um kaup og kjör fer samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og BHM.

Umsóknarfrestur er til 12. maí 2025.

Greinargóð ferilskrá þarf að fylgja umsókninni.

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.

Utworzono ofertę pracy29. April 2025
Termin nadsyłania podań12. May 2025
Znajomość języków
islandzkiislandzki
Wymagane
Doskonale
AngielskiAngielski
Wymagane
Kompetencje na wysokim poziomie
Lokalizacja
Breiðvangur 42, 220 Hafnarfjörður
Rodzaj pracy
Zawody
Oznaczenia