
Arion banki
Starfsfólk Arion banka er kjarninn í starfsemi bankans og kappkostar bankinn að búa vel að starfsfólki sínu.
Arion banki er lifandi vinnustaður þar sem starfsumhverfið einkennist af fagmennsku, framsækni, umhyggju og tryggð
Hjá Arion banka starfa um 900 manns, þar af eru 65% konur og 35% karlar. Kynjaskipting á meðal stjórnenda bankans er fremur jöfn og sama gildir um aldursdreifingu innan bankans en meðalaldur starfsfólks Arion banka er 42 ár.
Fjölmargt starfsfólk hefur sýnt bankanum og forverum hans mikla tryggð og eru dæmi um að starfsfólk sé með meira en 40 ára starfsaldur. Meðal starfsaldur hjá Arion banka er tíu ár.

Nýliði í fyrirtækjaráðgjöf
Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka leitar að nýliða til að leysa fjölbreytt og krefjandi verkefni fyrir viðskiptavini.
Fyrirtækjaráðgjöf veitir fyrirtækjum og fjárfestum m.a. ráðgjöf við kaup og sölu fyrirtækja, fjármögnun, skráningu verðbréfa í Kauphöll og verðbréfaútboð auk greininga á fjárfestingakostum. Í deildinni starfar öflugur hópur sérfræðinga með mikla þekkingu og reynslu. Verkefni deildarinnar eru umfangsmikil, unnin í teymum og krefjast framúrskarandi samskiptahæfileika. Fyrirtækjaráðgjöf tilheyrir fyrirtækja- og fjárfestingarbankasviði sem hefur það hlutverk að bjóða alhliða fjármála- og tryggingaþjónustu til fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga auk stýringar á fjármögnunarverkefnum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Gerð kynningarefnis
- Greiningarvinna
- Verðmöt á fyrirtækjum
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Frumkvæði, metnaður, drifkraftur, sjálfstæð vinnubrögð, samviskusemi og hæfni í samskiptum
- Mjög gott vald á íslensku og ensku
- Þekking og reynsla af notkun PowerPoint og Excel
- Þekking og áhugi á gervigreind og sjálfvirknivæðingu
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Brennandi áhugi íslensku atvinnulífi
Utworzono ofertę pracy25. August 2025
Termin nadsyłania podań10. September 2025
Znajomość języków

Wymagane

Wymagane
Lokalizacja
Borgartún 19, 105 Reykjavík
Rodzaj pracy
Odpowiada
Zawody
Tagi zawodowe
Więcej ofert pracy (2)
Podobne oferty pracy (12)

Viltu leiða spennandi verkefni í endurbótum aflstöðva?
Landsvirkjun

Lagna- og loftræsihönnun
EFLA hf

Verkefnastjóri í viðhaldsráðgjöf
EFLA hf

Sérfræðingur í innivist
EFLA hf

Brunahönnuður
EFLA hf

Leiðtogi á fjármálasviði
Steypustöðin

Tæknilegur bókari
Sessor

Software Specialist
Rapyd Europe hf.

Fagstjóri veitukerfa
VSÓ Ráðgjöf ehf.

AÐALBÓKARI
Þingeyjarsveit

Deildarstjóri þjónustu- og framkvæmdadeildar
Sveitarfélagið Hornafjörður

Verkefnastjóri í nýframkvæmdir og endurbætur fasteigna og mannvirkja
Akureyri