Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Vilt þú starfa í Skjáveri Velferðarsvið Reykjavíkurborgar?

Við leitum að metnaðarfullum og áhugasömum einstaklingi í Skjáver Velferðarsviðs sem tilheyrir Rafrænni Miðstöð. Starfið felst m.a. í veitingu skjáheimsókna til notenda heimastuðnings og vöktun sjálfvirkra lyfjaskammtara. Í starfinu gefst tækifæri til að kynnast fjölbreyttri starfsemi miðstöðvarinnar og velferðarsviðs í heild sinni.

Um er að ræða 40-60% hlutastarf í vaktavinnu þar sem unnið er aðra hverja helgi og dagvinnu á virkum dögum.

Skjáver Velferðarsviðs tilheyrir Rafrænni miðstöð sem veitir rafræna velferðarþjónustu til íbúa borgarinnar og vinnur að umbótum og þróun innan velferðarsviðs. Í skjáverinu fer fram veiting fjarþjónustu til íbúa sem eru með heimaþjónustu. Starfsandi innan Rafrænnar miðstöðvar einkennist af jákvæðni, metnaði og sveigjanleika.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Veiting þjónustu í gegnum skjá til notenda heimastuðnings
  • Vöktun sjálfvirkra lyfjaskammtara
  • Tæknileg aðstoð í heimahúsi
Menntunar- og hæfniskröfur
  • 20 ára eða eldri
  • Farsæl reynsla af þjónustustarfi 
  • Framúrskarandi samskiptafærni, jákvæðni og þjónustulund
  • Framtakssemi, sjálfstæði, skipulagshæfni og metnaður í starfi
  • Góð almenn tæknikunnátta
  • Áhugi á velferðarþjónustu
  • Reynsla af störfum í félagsþjónustu er kostur
  • Hreint sakarvottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar
  • Góð íslenskukunnátta (B1 samkvæmt evrópska tungumálarammanum

 

Í samræmi við mannréttindastefnu og velferðarstefnu Reykjavíkurborgar er lögð áhersla á að starfsstaðir velferðarsviðs endurspegli fjölbreytileika samfélagsins. Við hvetjum því fólk af öllum kynjum, fatlað fólk og fólk með fjölbreyttan menningarlegan bakgrunn til að sækja um starfið.

Advertisement published10. September 2024
Application deadline23. September 2024
Language skills
IcelandicIcelandicVery good
Location
Borgartún 12-14, 105 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags