Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Starfsfólk í viðbragðsteymi

Norðurmiðstöð óskar eftir starfsfólki til starfa í viðbragðsteymi heimaþjónustu. Um er að ræða hlutastörf í dagvinnu með sveigjanlegum vinnutíma og er ráðningartímabil samkomulag. Starfshlutfall getur verið frá 40-80% eftir samkomulag. Starfið hentar vel með háskólanámi, s.s. á félags-, heilbrigðis- eða menntavísindasviði.

Í Norðurmiðstöð er veitt fjölbreytt þjónusta á sviði velferðar-, skóla- og frístundamála fyrir Laugardal, Háaleiti og Bústaðahverfi.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Sinna tiltekt og þrifum á heimilum þar sem veruleg þörf er á og áður en almenn félagsleg heimaþjónusta getur hafist.
  • Veita félagslegan stuðning og hvatningu er varðar umhirðu heimilis og/eða persónulega umhirðu. Ásamt því að styðja notendur til að þiggja almenna félagsþjónustu.
  • Vinnan byggir á reglulegum samskiptum við þjónustumiðstöðvar og/eða aðra þá sem koma að málum notenda.
  • Starfsfólk vinnur á heimilum notenda þar sem mikil þörf er á aðstoð og geta notendur átt við geðræn veikindi eða fíknivanda að stríða. 
  • Mikilvægt er að viðkomandi treysti sér í að sinna verkefnum inni á heimilum við krefjandi aðstæður.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun sem nýtist í starfi, s.s. félagsliðamenntun eða sambærileg.
  • Íslenskukunnátta á stigi B1-C1, samkvæmt samevrópska matskvarðanum.
  • Gilt ökuleyfi
  • 20 ára aldurstakmark
  • Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Reykjavíkurborgar.
  • Umburðarlyndi og virðing fyrir manneskjunni í hvaða aðstæðum sem er.
  • Jákvæðni, sveigjanleiki og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæð í vinnubrögðum.
  • Hæfni til að takast á við krefjandi vinnuumhverfi
  • Reynsla af krefjandi verkefnum í félagslegri heimaþjónustu eða umönnun kostur.
  • Reynsla af vinnu með fólki í fíknivanda kostur.
Fríðindi í starfi
  • Sund og menningarkort
  • Heilsustyrkur
  • Samgöngustyrkur
  • Stytting vinnuvikunnar
Advertisement published9. September 2024
Application deadline23. September 2024
Language skills
IcelandicIcelandicIntermediate
Location
Efstaleiti 1, 103 Reykjavík
Type of work
Work environment
Suitable for
Professions
Job Tags