Leikskólinn Rofaborg
Leikskólinn Rofaborg

Sérkennsla í Rofaborg

Leikskólasérkennari, þroskaþjálfi, atferlisfræðingur, leikskólakennari eða aðili með aðra uppeldismenntun óskast til starfa í leikskólann Rofaborg. Athygli er vakin á því að ef ekki næst að ráða einstakling með menntun á sviði uppeldis og kennslu kemur til greina að ráða einstakling með reynslu af svipuðum störfum.

Rofaborg er rótgróinn leikskóli í hjarta Árbæjar. Við leitum að metnaðarfullum einstaklingum sem eru tilbúnir að takast á við skemmtileg og krefjandi verkefni, vaxa í starfi og aðstoða litla fólkið sem hér dvelur að þroskast og dafna. Rofaborg er líflegur starfsstaður þar sem lögð er áhersla á að nýta styrkleika hvers og eins svo að allir hafi tækifæri á að hafa áhrif á stafið.
Útikennsla, hreyfing og sköpun er ríkur þáttur í starfi leikskólans hjá öllum börnum, sem og félgasfærniþjálfun, málörvun og læsi.
Starfið felst í að sjá um þjálfun og kennslu barns með sérþarfir. Starfið er unnið undir handleiðslu sérkennslustjóra og í samvinnu við viðkomandi deildarstjóra og annað starfsfólk deildarinnar.
Helstu verkefni og ábyrgð
 
  • Að sinna kennslu og þjálfun barns með sérþarfir.
  • Að skipuleggja og endurmeta kennsluáætlanir í samvinnu við sérkennslustjóra.
  • Að vera í samstarfi við foreldra, fagaðila og aðra ráðgjafa.
  • Taka þátt í skipulagningu faglegs starfs í samstarfi við deildarstjóra.
  • Sinna daglegum verkefnum deildarinnar í samstarfi við deildarstjóra og annað starfsfólk.
Menntunar- og hæfniskröfur
 
  • Menntun sem nýtist í starfi s.s. leikskólakennaramenntun og leyfisbréf kennara, þroskaþjálfafræðimenntun, hagnýt atferlsgreining, iðjuþjálfun, sérkennaramenntun eða önnur menntun tengd uppeldi, þroska og kennslu barna.
  • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður.
  • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg.
  • Hæfni og sveigjanleki í samskiptum.
  • Ábyrgð og áreiðanleiki.
  • Íslenskukunnátta á stigi B2 samkvæmt evrópska tungumálarammanum
Fríðindi í starfi
  • 36 stunda vinnuvika miðað við fullt starf
  • Frítt í sund í allar sundlaugar í Reykjavík
  • Íþróttastyrkur kr. 16.000.- eftir 6 mánuði í starfi
  • Forgangur fyrir barn í leikskóla í Reykjavík
  • Afsláttur af leikskólagjaldi fyrir barn í leikskóla í Reykjavík
  • Samgöngusamningur - kr. 7.500, ef notaður er vistvænn ferðamáti að mestu leyti
  • Frítt á söfn í Reykjavík og Borgarbókasafnið
  • Boðið er upp á heitan mat í hádeginu, morgunmat og síðdegishressingu.
Advertisement published16. September 2024
Application deadline30. September 2024
Language skills
IcelandicIcelandicIntermediate
Location
Skólabær 6, 110 Reykjavík
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.PositivityPathCreated with Sketch.Human relationsPathCreated with Sketch.AmbitionPathCreated with Sketch.IndependencePathCreated with Sketch.Care (children/elderly/disabled)PathCreated with Sketch.Patience
Work environment
Suitable for
Professions
Job Tags