
EFLA hf
EFLA er leiðandi þekkingarfyrirtæki sem veitir fjölbreytta þjónustu á öllum helstu sviðum verkfræði, tækni og tengdra greina. Hjá EFLU starfa um 400 starfsmenn í samstæðu fyrirtækisins á Íslandi og erlendis. EFLA hefur á að skipa mjög hæfu og reynslumiklu fagfólki á fjölmörgum sviðum. Sameiginlegt markmið þess er að auka virði fyrir viðskiptavinina með því að veita bestu mögulegu þjónustu og lausnir.

Vilt þú matreiða í sumar?
EFLA leitar að metnaðarfullum og áhugasömum einstaklingi til afleysingar í mötuneyti fyrirtækisins í Reykjavík. Í teyminu starfa fimm einstaklingar sem bera ábyrgð á að matreiða hádegisverð og hafa umsjón með morgun- og síðdegiskaffi. Teymið tekur auk þess virkan þátt í ýmsum viðburðum þar sem boðið er upp á veitingar, s.s. á fundum og öðrum viðburðum starfsfólks og viðskiptavina EFLU.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Undirbúningur og framreiðsla á hádegisverði
- Undirbúningur og framreiðsla á morgunverði og öðrum veitingum
- Fundarþjónusta (undirbúningur og frágangur veitinga fyrir fundi)
- Frágangur og þrif í eldhúsi og mötuneyti
- Fylgja gæðaferlum og hreinlætisreglum
- Vörumóttaka
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun á sviði næringar og matreiðslu er kostur en ekki skilyrði
- Reynsla af matreiðslu í mötuneyti eða sambærilegu starfi
- Brennandi áhugi á fjölbreyttri og hollri matargerð
- Góð hæfni til samskipta og samvinnu
- Frumkvæði, jákvæðni og sveigjanleiki
- Áhersla á hreinlæti og snyrtimennsku
- Stundvísi og reglusemi
Fríðindi í starfi
- Góður og hollur matur í hádeginu
- Vellíðunarstyrkur
- Samgöngustyrkur
- Hreyfistyrkur
- Fæðingarstyrkur
- Gleraugnastyrkur
- Símastyrkur
- Símaáskrift og heimatenging
Advertisement published11. March 2025
Application deadline23. March 2025
Language skills
No specific language requirements
Location
Lyngháls 4, 110 Reykjavík
Type of work
Work environment
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Canteen Supervisor / Matráður
Travel Connect

Starf í sérfæðisdeild
Skólamatur

Yfirverkstjóri Kokkar - Lead Chef Supervisor
NEWREST ICELAND ehf.

Vaktstjóri Subway Selfossi - Shift leader Subway Selfoss
Subway

Matreiðslunemi
Fiskmarkaðurinn

Kokkur / Chef
Bhangra Veitingar ehf.

Sumarstarf Menam Selfossi - wok kokkur
Menam

Afgreiðsla eða Crêpes gerð - Akureyri
Sykurverk Café

Commis Chef / Kokkur
The Reykjavik EDITION

Aðstoðarmatráður
Leikskólinn Jötunheimar

Matráður óskast á Dalveginn hæfingarstöð
Hæfingarstöðin Dalvegi

Sumarafleysing - Matráður í eldhúsi í Stykkishólmi
Heilbrigðisstofnun Vesturlands