
Við leitum að áhættustýri!
Samhliða örum vexti þurfum við að bæta við okkur fólki í áhættustýringu. Ef þú hefur áhuga á fjármálum og fjármálamarkaði, svo ekki sé talað um reynslu úr áhættustýringu eða störfum sem gagnast gætu í áhættustýringu indó, þá viljum við endilega heyra frá þér.
Hvað er indó?
Við erum nýjasti sparisjóðurinn á Íslandi og höfum það yfirlýsta markmið að hrista upp í íslensku fjármálakerfi og segja bullinu stríð á hendur. Við erum í miklum vaxtarham og höfum aldeilis hrist upp í hlutunum - við erum rétt að byrja.
Hvað myndir þú vera að gera?
Þú myndir taka þátt í að byggja upp áhættustýringu og gæðaferla indó í þéttum hópi metnaðarfullra sérfræðinga, þvert á alla anga starfseminnar. Meðal reglubundinna verkefna er m.a.
-
Að bera kennsl á, greina, mæla og meta áhættu
-
Hafa eftirlit með því að áhættu sé stýrt með fullnægjandi hætti
-
Innri og ytri skýrslugjöf
-
Þátttaka í vöruþróun indó
Hvað þyrftir þú að hafa til brunns að bera?
-
Brennandi áhugi á fjármálamarkaði og umbótum
-
Háskólamenntun sem nýtist í starfi
-
Reynsla úr áhættustýringu eða fjármálum væri mjög gagnleg
-
Greiningarhæfni og næmt auga fyrir smáatriðum
-
Frumkvæði, sveigjanleiki og hæfni til að vinna sjálfstætt
-
Framúrskarandi samskiptahæfni og gott vald á rituðu máli













