
Lýsi
Hjá Lýsi starfar öflugur og fjölbreyttur hópur fólks. Er það markmið Lýsis að gera starfsfólk þátttakendur í velferð fyrirtækisins og skapa þannig sterka liðsheild sem vinnur að sama marki.
Lýsi er rótgróið fyrirtæki sem framleiðir heilsuvörur úr sjávarafurðum og flytur út vörur til yfir 70 landa. Starfsemin byggir á samhentum og jákvæðum mannauði sem hefur gæði og þjónustu að leiðarljósi.
Lýsi leggur metnað í að taka vel á móti nýju starfsfólki og hlúa að menntun og þjálfun þess svo þau geti leyst störf sín af hendi með sóma og líði vel í starfi. Lýsi vill ráða og halda hæfu starfsfólki sem notar uppbyggileg samskipti á vinnustaðnum, þar sem jöfn laun og jafnrétti eru lögð til grundvallar.
Menning Lýsis einkennist af heiðarleika, jákvæðni, ábyrgð og virðingu.

Verkstjóri pökkunar
Viltu leiða öflugt teymi í framleiðslu á einstökum fæðubótarefnum sem byggja á íslenskri þekkingu og gæðum?
Lýsi hf. leitar nú að verkstjóra í pökkunardeild til að leiða samhentan hóp í mikilvægu hlutverki innan framleiðslunnar. Verkstjóri sér um daglega verkstjórn, skipulag vakta og verkefna, og tekur jafnframt þátt í framleiðslu og einföldu viðhaldi og uppsetningu búnaðar.
Unnið er eftir ströngum gæðastöðlum (GMP/ISO22000). Þrjár línur eru starfræktar í pökkunardeild, 1) Fljótandi lýsi í flöskur, 2) Töflur og hylki í glös og 3) Álþynnupökkun (blister packing) fyrir töflur og hylki.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Skipulag og verkstjórn í pökkun
- Umsjón með daglegum verkefnum og gæðum í pökkun
- Þjálfun starfsfólks og liðsheildarvinna
- Samskipti við aðrar deildir, m.a. lager og gæðadeild
- Skipulagning vakta en verkstjóri vinnur dagvinnu
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun sem nýtist í starfi, s.s. iðn- eða tæknimenntun, matvælatengd menntun
- Reynsla af verkstjórn og mannaforráðum
- Framúrskarandi samskiptahæfni og leiðtogahæfni
- Þekking og áhugi á vélum og tækni - geta til að sinna einföldu viðhaldi og stillingum
- Reynsla af pökkun eða framleiðslu í matvæla- eða lyfjaiðnaði æskileg
- Reynsla af að vinna samkvæmt gæðaferlum
- Góð skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð
Fríðindi í starfi
- Líkamsræktarstyrkur
- Hjólageymsla
- Sturtuaðstaða
Advertisement published23. May 2025
Application deadline10. June 2025
Language skills

Required

Required
Location
Fiskislóð 5-9, 101 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags
Other jobs (1)
Similar jobs (7)