Enercon
Enercon
Enercon

Staðarstjóri (e. field area manager)

Enercon óskar eftir að ráða öflugan einstakling með reynslu af stjórnun í starf staðarstjóra fyrir fyrsta vindmyllugarð félagsins á Íslandi. Staðarstjóri tilheyrir þjónustusviði Enercon á Norðurlöndunum og mun bera ábyrgð á frammistöðu staðbundinnar þjónustudeildar og vindmyllukerfa í vindorkuveri félagsins í Búrfelli. Þjónustubygging vindmyllugarðsins verður staðsett á Hellu. Um er að ræða einstakt tækifæri til þess að eiga þátt í uppbyggingu á fyrsta vindorkuveri landsins.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Dagleg stjórnun og eftirfylgni með þjónustustarfi og öryggismálum á vindorkusvæðinu.
  • Leiða, styðja og þjálfa teymi þjónustutæknimanna.
  • Skipuleggja og hafa eftirlit með viðhaldi, frávikum og umbótaverkefnum.
  • Tryggja rekstrarlega hagkvæmni, m.a. með kostnaðareftirliti, birgðahaldi og innkaupum.
  • Viðhalda góðum tengslum við viðskiptavini, samfélagið og yfirvöld.
  • Sjá til þess að allur rekstur fari fram í samræmi við íslensk lög, öryggiskröfur og stefnu fyrirtækisins.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Reynsla af vettvangsþjónustu og stjórnun teymis.
  • Sterk færni í lausn vandamála og geta til að vinna sjálfstætt.
  • Framúrskarandi samskiptahæfni og hæfni til að byggja upp traust tengsl við innri og ytri hagsmunaaðila.
  • Geta til að greina rekstraráskoranir og leiða umbætur.
  • Skipulagshæfni, einkum í flutningum og vaktaskipulagi.
  • Þekking á íslenskri vinnulöggjöf og regluverki.
  • Gott vald á íslensku og ensku í rituðu og töluðu máli.


Starfinu fylgja töluverð ferðalög á milli landa fyrsta árið þar sem þjálfun fer fram meðal annars í Svíþjóð og Þýskalandi.

Um Enercon:
Enercon GmbH er vindmylluframleiðandi með aðsetur í Aurich í Þýskalandi. Fyrirtækið hefur sérhæft sig í þróun, framleiðslu, sölu og þjónustu við vindmyllur á landi. Fyrirtækið er með framleiðslu- og þjónustustöðvar víða um heim og allt frá árinu 1984 hafa þau unnið að sjálfbærri orkuframleiðslu með vindorku á landi, undir slagorðinu „orka fyrir heiminn“. Enercon hefur nú gert samning við Landsvirkjun um uppbyggingu vindorkuvers við Vaðöldu. Hjá fyrirtækinu starfa um 13.000 manns á heimsvísu en stöðvarstjóri verður fyrsti starfsmaður félagsins á Íslandi.

Umsóknarfrestur er til og með 4. júní 2025. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Áhugasamir aðilar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál og þeim svarað að ráðningu lokinni.

Nánari upplýsingar veita Þuríður Pétursdóttir ([email protected]) og Thelma Kristín Kvaran ([email protected]) í síma 511-1225.

Advertisement published20. May 2025
Application deadline4. June 2025
Language skills
EnglishEnglish
Required
Very good
IcelandicIcelandic
Required
Very good
Location
Hella
Type of work
Professions
Job Tags