
Lýsi
Hjá Lýsi starfar öflugur og fjölbreyttur hópur fólks. Er það markmið Lýsis að gera starfsfólk þátttakendur í velferð fyrirtækisins og skapa þannig sterka liðsheild sem vinnur að sama marki.
Lýsi er rótgróið fyrirtæki sem framleiðir heilsuvörur úr sjávarafurðum og flytur út vörur til yfir 70 landa. Starfsemin byggir á samhentum og jákvæðum mannauði sem hefur gæði og þjónustu að leiðarljósi.
Lýsi leggur metnað í að taka vel á móti nýju starfsfólki og hlúa að menntun og þjálfun þess svo þau geti leyst störf sín af hendi með sóma og líði vel í starfi. Lýsi vill ráða og halda hæfu starfsfólki sem notar uppbyggileg samskipti á vinnustaðnum, þar sem jöfn laun og jafnrétti eru lögð til grundvallar.
Menning Lýsis einkennist af heiðarleika, jákvæðni, ábyrgð og virðingu.

Liðsfélagi á vaktir við vélgæslu
Viltu taka þátt í framleiðslu á einni þekktustu heilsuvöru heims? Viltu fá frí í fjóra daga á milli vakta?
Lýsi leitar að kraftmiklum liðsfélaga til starfa við framleiðslu í nýlegri og tæknilegri verksmiðju. Við bjóðum upp á gott vinnuumhverfi og fjölbreytt verkefni. Hvert vaktateymi samanstendur af þremur einstaklingum. Unnið er á 8 tíma vöktum þar sem hvert vaktatímabil er 6 dagar og svo 4 daga frí á milli. Vaktatímabil róterast á milli dagvakta (8:00-16:00), kvöldvakta (16:00-24:00) og næturvakta (00:00-8:00).
Áhugasöm eru hvött til að sækja um hér á Alfreð. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Öllum umsóknum svarað.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Stýring og vöktun framleiðslubúnaðar
- Eftirlit með framleiðsluafurðum
- Gæðaskráningar
- Létt viðhald og þrif
Menntunar- og hæfniskröfur
- Góð almenn tölvukunnátta
- Nákvæmni í vinnubrögðum
- Hæfni í mannlegum samskiptum
- Jákvæðni og sveigjanleiki
Fríðindi í starfi
- Líkamsræktarstyrkur
- Hjólageymsla
- Sturtuaðstaða
Advertisement published15. April 2025
Application deadlineNo deadline
Language skills

Required
Location
Fiskislóð 5-9, 101 Reykjavík
Type of work
Skills
HonestyPositivityPhysical fitnessHuman relationsAmbitionMicrosoft OutlookConscientiousPlanningPunctualFlexibilityTeam workMeticulousnessWorking under pressureWindowsCustomer servicePatience
Professions
Job Tags
Other jobs (1)
Similar jobs (12)

Vörubílstjóri/Framleiðslustarfsmenn
Tandrabretti ehf.

Tækni- og þjónustudeild HHÍ auglýsir sumarstarf
Happdrætti Háskóla Íslands

Veitufyrirtæki Hrunamannahrepps auglýsa eftir starfsmanni
Hrunamannahreppur

Starfmaður óskast til viðhalds- og lanbúnaðarstarfa strax.
Eyjadalur ehf.

SA Lyfjaskömmtun - framtíðarstarf
Lyf og heilsa

Airside & Warehouse Specialist
DHL Express Iceland ehf

Hlauparar - Terra Norðurland - sumarvinna
Terra hf.

Construction worker with a lifting equipment J license!
GG Verk ehf

Framleiðsla og flotastýring
Steinsteypan

Starfsmaður í móttökustöð - Vestmannaeyjar
Terra hf.

Kranamaður óskast. Crane operatoe
Menn Og Mót ehf

Áreiðanlegan starfsmann vantar í vaktavinnu
Orkugerdin ehf