
Eimskip
Eimskip er alþjóðlegt flutningafyrirtæki sem sinnir gáma- og frystiflutningum í Norður-Atlantshafi og sérhæfir sig í flutningsmiðlun með áherslu á flutninga á frosinni og kældri vöru. Með siglingakerfi sínu tengir Eimskip saman Evrópu og Norður-Ameríku í gegnum Ísland. Félagið starfrækir 56 skrifstofur í 20 löndum og hefur á að skipa fjölbreyttum hópi starfsfólks en í heildina starfa um 1.700 manns af 43 þjóðernum hjá félaginu.

Tækja- og viðhaldsstjóri
Eimskip leitar að öflugum og skipulögðum einstaklingi til að hafa umsjón með tækjaflota Innanlandssviðs félagsins.
Um er að ræða fjölbreytt starf sem felur í sér umsjón með viðhaldi og ástandi tækja, innkaupum á búnaði og samskiptum við þjónustuaðila og birgja.
Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi góða þekkingu og áhuga á vörubílum og viðhaldi tækja. Starfið krefst mikilla samskipta við samstarfsfólk og birgja, og því er góð hæfni í samskiptum skilyrði.
Vinnutími er virka daga frá kl 8-16.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Skipuleggja viðgerðir og viðhald á flotanum
- Samskipti við verkstæði og aðra birgja, svo sem bílaumboð
- Halda utan um skoðanir tækja og ADR réttindi
- Sjá um ökuritalesningu og að taka km stöðu tækja
- Innkaup á varahlutum og búnaði
- Merking bíla og tækja
- Samþykkt viðhaldsreikninga
- Sala á notuðum tækjum
- Þátttaka í fjárfestingum á tækjum og búnaði
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun sem nýtist í starfi
- Þekking og áhugi á vörubílum, vögnum og öðrum búnaði
- Góð almenn tölvuþekking
- Nákvæmni í vinnubrögðum
- Framúrskarandi samskiptahæfni
- Góð íslensku- og enskukunnátta
- Aukin ökuréttindi CE eru kostur
- Hreint sakavottorð
Fríðindi í starfi
- Heilsu- og hamingjupakki fyrir starfsfólk sem inniheldur m.a. heilsuræktarstyrk, sálfræðiþjónustustyrk, samgöngustyrk og fleira
- Gott mötuneyti og matur niðurgreiddur fyrir starfsfólk
Advertisement published15. May 2025
Application deadline25. May 2025
Language skills

Required

Required
Location
Klettagarðar 15, 104 Reykjavík
Type of work
Skills
Tech-savvyHuman relationsIndependencePlanning
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Rannsókn og hjólaskófla
Steypustöðin

Starfsmaður á þjónustuverkstæði
SINDRI

Machine operators and truck drivers on Reykjanes peninsula
Ístak hf

Vélamenn og bílstjórar á Reykjanesi
Ístak hf

Vélstjóri/vélfræðingur/vélvirki/
Matfugl

Almenn störf við borframkvæmdir
Jarðboranir

Plastiðjan Bjarg-Iðjulundur: Verkstjóri í vélasal
Akureyri

Vélamaður - Akureyri
Terra hf.

Bílstjórar og vélamenn
Berg Verktakar ehf

Vélamenn og bílstjórar
Ístak hf

Vélstjóri á flutningaskip
Eimskip

Starfsmaður í pökkun
Lýsi