Eimskip
Eimskip
Eimskip

Tækja- og viðhaldsstjóri

Eimskip leitar að öflugum og skipulögðum einstaklingi til að hafa umsjón með tækjaflota Innanlandssviðs félagsins.

Um er að ræða fjölbreytt starf sem felur í sér umsjón með viðhaldi og ástandi tækja, innkaupum á búnaði og samskiptum við þjónustuaðila og birgja.

Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi góða þekkingu og áhuga á vörubílum og viðhaldi tækja. Starfið krefst mikilla samskipta við samstarfsfólk og birgja, og því er góð hæfni í samskiptum skilyrði.

Vinnutími er virka daga frá kl 8-16.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Skipuleggja viðgerðir og viðhald á flotanum
  • Samskipti við verkstæði og aðra birgja, svo sem bílaumboð
  • Halda utan um skoðanir tækja og ADR réttindi
  • Sjá um ökuritalesningu og að taka km stöðu tækja
  • Innkaup á varahlutum og búnaði
  • Merking bíla og tækja
  • Samþykkt viðhaldsreikninga
  • Sala á notuðum tækjum
  • Þátttaka í fjárfestingum á tækjum og búnaði
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun sem nýtist í starfi
  • Þekking og áhugi á vörubílum, vögnum og öðrum búnaði
  • Góð almenn tölvuþekking
  • Nákvæmni í vinnubrögðum
  • Framúrskarandi samskiptahæfni
  • Góð íslensku- og enskukunnátta
  • Aukin ökuréttindi CE eru kostur
  • Hreint sakavottorð
Fríðindi í starfi
  • Heilsu- og hamingjupakki fyrir starfsfólk sem inniheldur m.a. heilsuræktarstyrk, sálfræðiþjónustustyrk, samgöngustyrk og fleira
  • Gott mötuneyti og matur niðurgreiddur fyrir starfsfólk
Advertisement published15. May 2025
Application deadline25. May 2025
Language skills
EnglishEnglish
Required
Very good
IcelandicIcelandic
Required
Very good
Location
Klettagarðar 15, 104 Reykjavík
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.Tech-savvyPathCreated with Sketch.Human relationsPathCreated with Sketch.IndependencePathCreated with Sketch.Planning
Professions
Job Tags