
Rio Tinto á Íslandi
Rio Tinto á Íslandi – í daglegu tali oft nefnt “ISAL” – hefur framleitt ál í Straumsvík frá árinu 1969 og notar til þess íslenska umhverfisvæna orku.
Við framleiðum um 200 þúsund tonn af hágæðaáli á ári og sendum það til fjölmargra viðskiptavina víðsvegar í Evrópu. Þannig öflum við dýrmætra gjaldeyristekna fyrir íslenskt efnahagslíf og samfélag.
Ál gerir daglegt líf okkar betra; það er meðal annars notað í bíla, flugvélar, byggingar, raftæki á borð við tölvur og síma, og umbúðir utan um matvæli, drykki og lyf. Mikil meirihluti áls er endurunninn sem þýðir að komandi kynslóðir geta notað það aftur og aftur með lítilli fyrirhöfn.
Við erum fjölbreyttur vinnustaður tæplega 400 starfsmanna auk verktaka.
Við kappkostum að vera í fararbroddi í öryggis-, heilbrigðis- og umhverfismálum og leggjum einnig mikla áherslu á starfsmenntamál og jafnrétti á vinnustað.
Gildi okkar eru: umhyggja - hugrekki - framsækni

Verkfræðingur eða tæknifræðingur í rekstri raforkukerfa
Viltu taka þátt í rekstri og þróun eins stærsta raforkukerfis landsins?
Við hjá Rio Tinto á Íslandi leitum að verkfræðingi eða tæknifræðingi með áhuga á raforkukerfum til að taka þátt í rekstri og umbótum á háspennu- og afriðlabúnaði álversins í Straumsvík.
Við bjóðum áhugaverð og krefjandi verkefni í öflugu starfsumhverfi, tækifæri til að hafa áhrif á þróun raforkukerfa og innviða, samstarf við sérfræðinga og tæknifólk í fremstu röð, sveigjanlegan vinnutíma og góðan starfsanda, aðgang að alþjóðlegu þekkingarneti Rio Tinto.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Rekstur háspennu rafbúnaðar í aðveitu- og dreifistöðvum.
- Þróun og viðhald straumstýringa og hugbúnaðar fyrir afriðladeildir.
- Þátttaka í undirbúningi og framkvæmd fjárfestingarverkefna.
- Greining rekstrartruflana og þátttaka í umbótaverkefnum.
- Samstarf við hagaðila til að tryggja öruggan og hagkvæman rekstur.
- Eftirfylgni og umbætur á öryggisreglum, stöðlum og verklagsreglum.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun í rafmagnsverkfræði, rafmagnstæknifræði eða skyldu fagi.
- Reynsla af rekstri og viðhaldi háspennubúnaðar og SCADA kerfum.
- Þekking á iðntölvuforritun er kostur.
- Rík öryggisvitund og ögun og sjálfstæði í vinnubrögðum.
- Góð samskiptahæfni og geta til að vinna í teymi.
- Góð íslensku- og enskukunnátta í töluðu og rituðu máli.
- Iðnmenntun á sviði rafmagns er kostur.
Fríðindi í starfi
- Frítt fæði í mötuneyti.
- Heilsustyrkur.
- Fæðingarorlofsstyrkur allt að 18 vikur á óskertum launum.
- Velferðartorg.
- Þátttaka í hlutabréfakaupum.
- Öflugt þjálfunar- og fræðslustarf.
Advertisement published15. September 2025
Application deadline25. September 2025
Language skills

Required

Required
Location
Straumsvík, 220 Hafnarfjörður
Type of work
Skills
ConscientiousIndependencePlanningTechnologistEngineer
Work environment
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Quality Specialist
Controlant

Rafvirki í rafmagnsþjónustu
Norðurorka hf.

Umhverfis- og framkvæmdasvið - Sérfræðingur í hönnun og verkefnastýringu
Reykjanesbær

Sérfræðingur í kostnaðarútreikningum og greiningum
Coripharma ehf.

Verkefnastjóri/-stýra framkvæmda
Landsnet hf.

Viðskiptastjóri innviða á mannvirkjasviði
Samtök iðnaðarins

Ert þú með ástríðu fyrir rafiðnaði?
Reykjafell

Sviðsstjóri innviðasviðs
Fjarskiptastofa

Viltu leiða innkaup í einstöku og kraftmiklu umhverfi?
Isavia / Keflavíkurflugvöllur

Viðskiptastjóri/-stýra
Landsnet hf.

Mechanical / Biomechanical Engineer
Embla Medical | Össur

Verkefnisstjóri öryggis og heilsu
Landsvirkjun