Leikskólinn Holt
Leikskólinn Holt

Verkefnastóri málörvunar

Leikskólinn Holt auglýsir eftir verkefnastjóra málörvunar í fullt starf, um tímabundna stöðu er að ræða. Viðkomandi þarf að búa yfir hæfni og lipurð í samskiptum og sýna sjálfstæði og frumkvæði í starfi. Mjög góð íslensku kunnátta er skilyrði.

Holt er sex deilda leikskóli, staðsettur í tveimur húsum (Stóra-Holt og Litla-Holt) í Völvufelli 7-9 í Breiðholti. Í starfinu er lögð áhersla á málörvun og fjölmenningu. Við erum samstarfsaðilar í verkefninu „Markviss málörvun í Fellahverfi" með leikskólanum Ösp og Fellaskóla. Þar er áherslan á málörvun barna og fræðsla fyrir starfsfólk og foreldra. Skólarnir í hverfinu eru í miklu samstarfi um menningu, mál og læsi í Fellahverfi. Einnig erum við að vinna með tannvernd, að efla félagsfærni barna og Vináttuverkefnið um Blæ bangsa. Lögð er áhersla á auðugt málumhverfi, vellíðan og starfsaðferðir sem mæta fjölbreytileika barnahópsins í leikskólanum, sem er með ríkan tungumála- og menningarbakgrunn.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Skipuleggur og stýrir málörvunar verkefnum leikskólans í samráði við leikskólastjóra
  • Er tengiliður við þá aðila sem tengjast málörvunar verkefnum innan leikskólans sem utan
  • Sér um að gera áætlanir, mat og skýrslugerð sem tengjast málörvunar verkefnum
  • Annast leiðbeiningu og ráðgjöf til þeirra starfsmanna sem við á, í samráði við leikskólastjóra
  • Tekur þátt í samstarfi við aðrar stofnanir og aðila sem tengjast verkefnum málörvunar í samráði við leikskólastjóra
  • Situr starfsmannafundi og aðra fundi er leikskólastjóri segir til um og varða verkefni málörvunar leikskólans
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leikskólakennaramenntun og/eða reynsla af uppeldis- og kennslustörfum ungra barna
  • Mjög góð hæfni í samskiptum
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Lipurð og sveigjanleiki í starfi
  • Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi
  • Góð íslenskukunnátta er skilyrði B2 að lágmarki
  • Hreint sakarvottorð
Fríðindi í starfi

36 stunda vinnuvika, sund- og menningarkort, heilsustyrkur, samgöngustyrkur, frítt fæði og frábærir vinnufélagar :)

Advertisement published8. November 2025
Application deadline30. November 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Advanced
Location
Völvufell 9, 111 Reykjavík
Völvufell 7, 111 Reykjavík
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.ProfessionalismPathCreated with Sketch.ProactivePathCreated with Sketch.PositivityPathCreated with Sketch.TeacherPathCreated with Sketch.TeachingPathCreated with Sketch.Human relationsPathCreated with Sketch.IndependencePathCreated with Sketch.PlanningPathCreated with Sketch.FlexibilityPathCreated with Sketch.Team workPathCreated with Sketch.Care (children/elderly/disabled)PathCreated with Sketch.Project management
Professions
Job Tags