

Leikskólinn Lækur óskar eftir Leikskólakennara eða starfsmanni með háskólamenntun
Leikskólakennari eða háskólamenntaður starfsmaður óskast í góðan starfshóp á leikskólanum Læk.
Lækur er sex deilda leikskóli staðsettur í Kópavogsdal þar sem stutt er í góð og skemmtileg útivistarsvæði á öllum árstímum.
Í Læk er lagt upp með lýðræðislega nálgun í starfi með börnum. Leikskólinn leggur áherslu á að skapa fjölbreytilegt leikumhverfi sem ýtir undir ímyndunarafl, sköpunarkraft og tjáningu barnanna. Lögð er áhersla á góðan starfsanda sem einkennist af virðingu, umburðarlyndi, gleði og jákvæðu viðmóti. Lækur er réttindaskóli Unicef.
Einkunnarorð leikskólans eru: Sjálfræði, virðing og hlýja.
- Vinnur að uppeldi og menntun barnanna.
- Tekur þátt í skipulagningu faglegs starfs deildarinnar.
- Vinnur í nánu samstarfi við foreldra/forráðamenn barnanna.
- Sinnir þeim verkefnum er varða uppeldi og menntun barnanna sem yfirmaður felur honum.
- Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun æskileg.
- Reynsla af vinnu með börnum.
- Frumkvæði í starfi.
- Góð samskiptahæfni.
- Mjög góð íslenskukunnátta.
Styttri vinnuvika, vinnustytting er að hluta til notuð í lokanir í jóla- páska- og vetrarfríum
Frítt fæði
Starfsfólk Kópavogsbæjar fær frían aðgang að sundlaugum bæjarins
Icelandic










