Lækur
Lækur
Lækur

Leikskólinn Lækur óskar eftir Leikskólakennara eða starfsmanni með háskólamenntun

Leikskólakennari eða háskólamenntaður starfsmaður óskast í góðan starfshóp á leikskólanum Læk.

Lækur er sex deilda leikskóli staðsettur í Kópavogsdal þar sem stutt er í góð og skemmtileg útivistarsvæði á öllum árstímum.

Í Læk er lagt upp með lýðræðislega nálgun í starfi með börnum. Leikskólinn leggur áherslu á að skapa fjölbreytilegt leikumhverfi sem ýtir undir ímyndunarafl, sköpunarkraft og tjáningu barnanna. Lögð er áhersla á góðan starfsanda sem einkennist af virðingu, umburðarlyndi, gleði og jákvæðu viðmóti. Lækur er réttindaskóli Unicef.

Einkunnarorð leikskólans eru: Sjálfræði, virðing og hlýja.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Vinnur að uppeldi og menntun barnanna.
  • Tekur þátt í skipulagningu faglegs starfs deildarinnar.
  • Vinnur í nánu samstarfi við foreldra/forráðamenn barnanna.
  • Sinnir þeim verkefnum er varða uppeldi og menntun barnanna sem yfirmaður felur honum.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun æskileg.
  • Reynsla af vinnu með börnum.
  • Frumkvæði í starfi.
  • Góð samskiptahæfni.
  • Mjög góð íslenskukunnátta.
Fríðindi í starfi

Styttri vinnuvika, vinnustytting er að hluta til notuð í lokanir í jóla- páska- og vetrarfríum

Frítt fæði

Starfsfólk Kópavogsbæjar fær frían aðgang að sundlaugum bæjarins

Advertisement published7. November 2025
Application deadline25. November 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
Location
Dalsmári 21, 201 Kópavogur
Type of work
Professions
Job Tags