Steypustöðin
Steypustöðin var stofnuð árið 1947 og eru aðalstöðvar félagsins á Malarhöfða 10 Reykjavík.
Steypustöðin er með útibú á nokkrum stöðum eins og Hafnarfirði, Selfossi, Helguvík, Borgarnesi og Þorlákshöfn ásamt tveimur færanlegum Steypustöðvum.
Eins og nafnið gefur kynna til er meginstarfssemi félagsins framleiðsla og afhending á steypu. Félagið rekur einnig helluverksmiðju, flotbíla fyrir flotmúr, múrverslun, efnisvinnslu og stærstu einingaverksmiðju landsins í Borgarnesi.
Hjá félaginu starfa nú um 300 starfsmenn
Verkefnastjóri Söludeildar
Steypustöðin leitar að sterkum, nákvæmum og skipulögðum einstaklingi til að ganga í lið með okkur. Ef þú hefur auga fyrir smáatriðum og ert fljót(ur) að læra á ný kerfi, þá gæti þetta verið rétta starfið fyrir þig.
Verkefnastjóri söludeildar ber ábyrgð á því að tryggja að öll sölutengd gögn séu uppfærð og nákvæm, ásamt því að viðhalda þeim kerfum sem sölu- og markaðsdeild nota.
Verkefnastjórinn ber einnig ábyrgð á að þróa og innleiða nýja ferla með það að markmiði að auka skilvirkni og framleiðni, sjá um gerð og yfirferð viðskiptasamninga, halda góðum samskiptum við viðskiptavini og skipuleggja sölutengda viðburði. Einnig hefur hann umsjón með söluefni á heimasíðu fyrirtækisins.
Við hvetjum öll kyn og þjóðerni til að sækja um.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Tryggja að öll sölutengd gögn séu uppfærð og nákvæm, þ.m.t. tengiliðaupplýsingar, verkefnastaða og söluspár.
- Viðhalda virkni og skilvirkni kerfa og hugbúnaðar sem notaður er af sölu- og markaðsdeild.
- Stýra þróun og innleiðingu nýrra kerfa og ferla innan sölu- og markaðsdeildar.
- Umsjón með sölutengdu efni á vefsíðu fyrirtækisins og tryggja að það sé uppfært og viðeigandi.
- Annast útgáfu og yfirferð viðskiptasamninga.
- Halda góðum samskiptum við viðskiptavini og tryggja framúrskarandi þjónustu.
- Skipuleggja og stýra sölutengdum viðburðum.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólapróf sem nýtist í starfi, td Viðskiptafræði, Markaðsfræði eða sambærilegt
- Gott er að hafa reynslu af verkefnastjórnun og/eða sölu.
- Þekking á sölukerfum og hugbúnaði (t.d. CRM-kerfi) er kostur.
- Frábær samskiptafærni og jákvætt viðmót.
- Frumkvæði og geta til að vinna sjálfstætt.
- Skipulagshæfileikar og auga fyrir smáatriðum.
- Góð tölvukunnátta.
- Góð íslensku- og enskukunnátta, bæði töluð og skrifuð.
Fríðindi í starfi
- Líkamsræktarstyrkur
- Hádegismatur
- Námskeið og fræðsla
- Jákvætt og hvetjandi vinnuumhverfi
- Fjölbreytt og krefjandi verkefni
Advertisement published20. November 2024
Application deadline1. December 2024
Language skills
Icelandic
ExpertRequired
English
Very goodRequired
Location
Malarhöfði 10, 110 Reykjavík
Type of work
Skills
Email marketingDesigning proceduresHuman relationsOnline marketingMicrosoft CRMNavisionContractsEmail communicationSales
Work environment
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)
Viðskiptastjóri
Rún Heildverslun
Sölufulltrúi
Rún Heildverslun
Marketing Specialist
Tulipop ehf.
Sölu- og markaðsfulltrúi
Reon
OK leitar að Rekstrarstjóra Prentlausna
OK
Viðskiptastjóri
Smyril Line Ísland ehf.
SEO & Integration Specialist
Icelandair
Viðskiptastjóri útflutnings / Key Account Manager of Export
Saltverk
Söluráðgjafi Origo lausna
Origo lausnir
Ráðagóður ritstjóri
Pósturinn
Marketing Specialist
Borealis Data Center
Lífræn vegferð - Verkefnastjóri
Pure North