Eining Verk
Eining Verk
Eining Verk

Verkefnastjóri byggingaframkvæmda

Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi með sterka faglega þekkingu og reynslu til að taka þátt í spennandi verkefnum sem verkefnastjóri. Verkefnastjóri sér um áætlanagerð, undirbýr, stýrir og hefur eftirlit með fjölbreyttum og krefjandi verkefnum.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Verkefnastýring, rekstur og umsjón með framkvæmdaverkefnum
  • Eftirlit með verkframvindu, gæðum og öryggi á verkstað
  • Skipulagning, samhæfing og eftirfylgni á verkþáttum
  • Samvinna við hönnuði, verktaka og undirverktaka
  • Gerð verkáætlana og kostnaðaráætlana, ásamt eftirfylgni á fjárhagsramma
  • Tilboðsgerð og útreikningar á efnis- og vinnukostnaði
  • Skýrslugerð og framsetning gagna fyrir stjórnendur og viðskiptavini
  • Leiðsögn og stuðningur við starfsfólk á verkstað
  • Samskipti við viðskiptavini og samstarfsaðila með áherslu á lausnamiðaða nálgun
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun sem nýtist í starfi, t.d. húsasmíðameistari, byggingafræðingur, byggingariðnfræðingur eða sambærileg menntun
  • Reynsla af eftirliti, byggingastjórn og/eða verkefnastjórnun í mannvirkjagerð
  • Þekking á tilboðsgerð og kostnaðaráætlunum er mikill kostur
  • Góð skipulags- og samskiptahæfni
  • Sjálfstæð vinnubrögð og hæfni til að taka ábyrgð
  • Lausnamiðuð hugsun og góð hæfni í mannlegum samskiptum og teymisvinnu
  • Hæfni til að vinna í fjölbreyttum verkefnum, bæði í nýframkvæmdum og endurbótum
Advertisement published11. December 2025
Application deadline4. January 2026
Language skills
No specific language requirements
Type of work
Professions
Job Tags