
Laus er til umsóknar staða verkefnastjóra í mannvirkjamálum
Umhverfis- og tæknisvið uppsveita bs. leitar eftir verkefnastjóra í stoðteymi með áherslu á mannvirkjamál. Undir embættið heyra skipulags-, seyru- og byggingarmál sex sveitarfélaga. Við leitum af einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á byggingarmálum og með góða skipulagshæfni ásamt lipurð í mannlegum samskiptum. Verkefnastjóri í stoðteymi mun starfa í nánu samstarfi við byggingarfulltrúa, starfsfólk og hagaðila innan sem utan embættisins.
· Öryggis- og lokaúttektir byggingarleyfa og gerð vottorða.
· Stöðuskoðanir og eftirlit á framkvæmdastöðum.
· Samskipti og bréfaskrif.
· Yfirferð gagna og skráningar.
· Önnur tilfallandi verkefni.
· Iðnmeistari með löggildingu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og eða arkitekt, byggingartæknifræði, byggingarfræði eða menntun í sambærilegum tæknigreinum á háskólastigi.
· Reynsla af byggingariðnaði er kostur.
· Þekking á byggingarreglugerð.
· Metnaður og frumkvæði til að ná árangri í starfi.
· Metnaður og vilji til að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni.
· Hæfni í mannlegum samskiptum.
· Góð almenn tölvukunnátta.
Icelandic










